Ský - 01.04.2007, Qupperneq 71

Ský - 01.04.2007, Qupperneq 71
 sk‡ 71 Ísafjörður: Ferða- og samgöngumál eru ofarlega á baugi á Ísafirði og reyndar á Vestfjörðum öllum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að athyglisvert verði að fylgjast með því hvernig samkeppni flugs og einkabíls muni aukast á næstu árum. Aðstaða flugsins hafi mikið verið bætt með varaflugvelli á Þingeyri og fram- undan séu stórstígar framfarir á vegunum á næsta ári. Bundið slitlag verði komið milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í síðasta lagi vorið 2009. Áhugavert verði að sjá hvaða áhrif það muni hafa á samgöngur og ferðaþjónustu á Vestfjörðum. „Komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar hefur fjölgað mikið. Í sumar eigum við von á yfir 20 skipum með um 18.000 farþega og um 30 þúsund gesti þegar áhafnir eru meðtaldar. Þetta er árangur af markvissri markaðssetningu sem hefur staðið yfir í 12 ár og skipakomunum fylgja mikil umsvif,“ segir Halldór. „Mér finnst ferðaþjónar á svæðinu þurfa að huga enn betur að því hvernig hægt sé að nýta þetta. Ísafjarðarbær hefur skapað umgjörðina. Ferðamennirnir staldra við í einn dag, fara í siglingu út í Vigur, fara í rútuferðir og ganga um bæinn. Hvað er hægt að gera fleira svo fólkið kaupi meiri þjónustu?“ Annað stórverkefni fyrir vestan tengist sjóstangaveiðinni. Það lofar góðu og stefnir í að 1500–2000 manns komi í sjóstangaveiði í sumar. Með batnandi vegum má síðan gera ráð fyrir á Íslendingar sjálfir eigi eftir að nýta sér Vestfirði til ferðalaga betur en verið hefur. „Ótrúlegur fjöldi fólks hefur ekki komið vestur,“ segir Halldór og bætir við að nú sé hægt að aka t.d. milli Reykjavíkur og Ísafjarðar á einum fimm tímum. Ferð á Vest- firði sé því minna mál en fólk ímyndi sér. Auka þarf gistirýmið Um leið og heimsóknum ferðamanna fjölgar þarf að auka gistirými. Bæta þarf gistiað- stöðu á Ströndum sem og í Vestur-Barða- strandarsýslu, að mati Halldórs, og hann reiknar með að einnig þurfi að auka hót- elrými á Ísafirði. „Vandamálið er hvað þetta er árstíðabundin atvinnugrein.“ Þótt sumarið hafi verið aðalferðamanna- tíminn fram að þessu hefur Vestfirðingum tekist að teygja ferðamennskuna ögn í báða enda. „Skíðavikan á Ísafirði, sem orðin er yfir 70 ára, er gott dæmi um þetta og nú er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður haldin um sama leyti. Frumkvöðlar hátíðarinnar eru Muggi hafnarstjóri og sonur hans, Mug- ison. Eflaust getum við gert meira af slíku til að efla ferðaþjónustuna.“ Nýir atvinnuvegir „Vestfirðingar hafa lengi vitað að Vestfjarða- kjálkinn er ekki landshluti sem hentar vel til stóriðju. Við höfum ekki rafmagn á svæð- inu til að knýja stóriðju en höfum verið að velta fyrir okkur möguleikum á minni verksmiðjum eins og kalkþörungaverksmiðj- unni sem verið er að reisa á Bíldudal og þörungaverksmiðjunni sem starfrækt hefur verið í áratugi á Reykhólum. Við þurfum nýjar atvinnugreinar en höfum rætt um að Vestfirðir séu og eigi að vera stóriðjulausir og þá í merkingunni risavaxin álver. Hins vegar hafa ekki fundist aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónusta sem byggja á umhverfisvæn- leika en hún skilar ekki nógu miklu. Það er vandamálið,“ segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri. sky , Vaxandi ferðaþjónusta og bættar samgöngur Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Hátíð á Ísafirðii. K Y N N IN G
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.