Ský - 01.04.2007, Síða 78

Ský - 01.04.2007, Síða 78
 78 sk‡ K Y N N IN G Fjarðabyggð: „Það er ótrúlegt að finna kraftinn sem býr í samfélaginu hér í Fjarða- byggð, deigluna og sköpunarmáttinn sem í henni felst,“ segir Helga Jónsdóttir. Hún tók við starfi bæjarstjóra Fjarðabyggðar á síðasta ári en í júní er liðið ár frá því til varð nýtt sveitarfélag sem í eru sex byggðakjarnar, Mjóifjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Um þessar mundir er unnið að aðalskipulagi sveitarfélagins en með því fæst heildarsýn yfir hvað þarf að gera, hvað ber að standa vörð um og hverju eigi að breyta. „Í tengslum við aðalskipulagsvinn- una hefur fjölmörgum verkefnum verið hrundið úr vör. Í upphafi voru haldin íbúaþing í öllum byggðakjörnunum til að fá fram hug- myndir og viðhorf sem nú er verið að vinna úr,“ segir Helga. Hún nefnir sem dæmi starfshóp sem vinnur að stefnumörkun í ferðaþjón- ustu en í öllum byggðakjörnunum býr mikill en vannýttur styrkur á þessu sviði. Áhugaverð söfn „Hér er óvenjuleg safnaflóra og ég efast um að hún sé þessu lík annars staðar á landinu. Á Stöðvarfirði er hið landsþekkta Steinasafn Petru, Franska safnið er á Fáskrúðsfirði, Stríðsárasafnið á Reyðarfirði, Sjó- minjasafnið á Eskifirði og á Norðfirði er Safnahús með náttúrugripa- safni, safni Jósafats Hinrikssonar og málverkasafni Norðfirðingsins Tryggva Ólafssonar listmálara. Í stefnumörkuninni er því sérstaklega horft til menningartengdrar ferðamennsku.“ Á íbúaþingunum komu fram hugmyndir í ásýndar- og umhverf- ismálum. Helga segir að ætlunin sé að virkja íbúa og fyrirtæki í að taka til hendinni með bæjaryfirvöldum svo að ásýnd Fjarðabyggðar verði sem best. „Mikið rask hefur fylgt geysilegri uppbyggingu skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og íbúðabyggðar og nú er ætlunin að gera umhverfinu til góða og snyrta það.“ Skilningur og sveigjanleiki Í álverinu á Reyðarfirði verða til 400 ný störf og við það bætast alls kyns afleidd störf, t.d. þegar flutningafyrirtæki og verktakar styrkja þjónustu sína. Með vaxandi íbúabyggð verður til ný þjónusta svo sem lágvöruverslun, bíó, kaffihús og annað sem kallar á aukin umsvif og nýtt fólk. „Þeir sem fyrir eru taka á móti þessu nýja fólki með opnum huga en um leið verður mikil gerjun og henni fylgja nýjar hugmyndir og verkefni. Öllu verður að forgangsraða og láta það sem brýnast er njóta forgangs. Nú er að hefjast tilraunaverkefni til að leita bestu leiða við að taka á móti nýjum íbúum og bjóða þá velkomna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Ekki er vitað fyrirfram á hverjum við eigum von, ungu fólki eða gömlu, fjölskyldufólki eða einstaklingum, Íslendingum eða útlendingum. Við verðum því að tryggja að kerfið sé sveigjanlegt og skilningur ríki á því að kröfur um þjónustu geti orðið mjög mismunandi. En við ætlum að taka vel á móti öllum og vonum að þeir finni að hér eru þeir á góðum stað,“ segir Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. sky , „Ég stend upp frá tölvunni, fer út, geng í 7 mínútur og þá er ég ein í náttúrunni.“ Tinna þú ert á góðum stað Fjarðabyggð er fjölbreytt samfélag þar sem höfuðáhersla er lögð á að hlúa að þeim þáttum sem tryggja raunveruleg lífsgæði. Á traustum undirstöðum er byggt upp framsækið og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir eru mikilvægir og allir fá tækifæri. FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is Náttúran og nálægð við hana er mikilvægur þáttur í raunverulegum lífsgæðum. Í Fjarðabyggð er líflegt og samhent samfélag rammað inn í stórbrotna fjallasali Austurlands. Þar eru óbyggðirnar innan seilingar. StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður ÍS L E N S K A /S IA .I S /F JA 3 72 53 0 4/ 07 Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Fjölbreytt og brýn verkefni framundan NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.