Ský - 01.04.2007, Síða 86

Ský - 01.04.2007, Síða 86
 86 sk‡ egar ég var barn horfði ég eingöngu á kvikmyndir úr aftursæti fjölskyldubílsins í bílabíói. Að ég ætti nokkurn tíma möguleika á að leika í kvikmyndum datt mér ekki í hug. Það að ég sé verðugur þessa heiðurs í kvöld segir mér að allt er mögulegt. Það er mögulegt fyrir dreng frá Texas, sem trúir á drauma sína, nálgast þá með hjartanu og lætur þá rætast…..“ Þetta voru upphafsorð Forests Whitakers þegar hann tók við óskarsverðlaununum í lok febrúar á þessu ári. Whitaker stendur á hátindi ferils síns og hefur á þessu ári sópað til sín öllum helstu verðlaunum kvikmyndabransans í heiminum fyrir túlkun sína á einræðisherranum Idi Amin í The Last King of Scotland. Forest Whitaker á að baki 24 ár í kvikmyndum. Þótt ekki hafi hann komist á tindinn fyrr en nú hefur hann ekki þurft að strögla þessi tuttugu ár. Hann fékk snemma stór tækifæri sem hann nýtti vel. Meðal annars var hann valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíð- inni í Cannes árið 1988 fyrir leik sinn í Bird, sem Clint Eastwood leikstýrði. Alla tíð hefur Forest Whitaker verið virtur leikari sem á að baki mörg eftirminnileg hlutverk. En segja má með The Last King of Scotland hafi hann komist í fámennan hóp kvikmyndastjarna sem skína hvað bjartast um þessar mundir. Efnilegur í ruðningi Forest Whitaker fæddist í Longview í Texas 15. júlí 1961. Faðir hans var tryggingasali og móðir hans kennari og er hann einn fjög- urra systkina, á eina eldri systur og tvo yngri bræður. Fjölskylda hans fluttist til Los Angeles þegar Whitaker var á barnsaldri og þar gekk hann í skóla. Á háskólaárum sínum þótti Whitaker efnilegur í ruðningi enda hafði hann líkamsbygginguna í þá íþrótt, er 1,89 á hæð og yfir 100 kíló að þyngd. Fékk hann skólastyrki út á hæfileika sína í ruðningi. Meiðsli gerðu það að verkum að hann varð að snúa við blaðinu, hætta í íþróttum og sneri hann sér þá að tónlistar- og leiklistarnámi. Whitaker lauk námi 1982 og fór þá strax að leita fyrir sér í kvik- myndum og gekk mun betur en flestum. Sama ár og hann lauk námi fékk hann hlutverk í áreitninni og gamansamri unglingamynd, Fast Times at Richmond High, sem hefur með árunum öðlast virðulegan sess í sögu kvikmyndanna. Þar voru fleiri ungir leikara í misstórum Forest Whitaker Viðkunnanlegur gæðaleikari sem lætur vel að leika persónur sem eru sakleysið uppmálað, aðrar persónur sem fyrst og fremst eru mannlegar, en látið ekki blekkjast af útlitinu. Hann getur eins vel leikið illmenni, morðingja og nú síðast einræðisherra sem hefur öðlast sess meðal verstu manna sem uppi hafa verið. Forest Whitaker í hlutverki Idi Amins í The Last King of Scotland. Þ • Texti: Hilmar Karlsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.