Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Qupperneq 25
hvort um karl eöa konu væri að ræöa en
af perlum og nælum sem fundust með
beinunum var strax ályktað að þetta væri
kona (sjá: Fomleifavemd, e.d.; Sigurður
Bergsteinsson, 2005, bls 33).
Niðurstaða
Það sem skiptir máli f> rir fomleifafræði
í þessu samhengi og gerir kynjaforn-
leifafræði merkilegt rannsóknarsvið er í
fyrsta lagi að hún gerir fólk meðvitaðra
um þá þætti sem móta sýn þeirra á
viðfangsefnið og gerir það opnara fyrir
nýjum möguleikum. Þar með verða
niðurstöðumar óhlutdrægan og væntanlega
vísindalegri. I öðm lagi er hugsanlegt að
til verði annarskonar þekking í
rannsóknum kvenna á fortíðinni en karla
og í þriðja lagi byggir kynjafomleifafræðin
að miklu leyti á fjölhyggju sem býður upp
á margskonar túlkanir á niðurstöðum.
Þetta kallast á við hugmyndir Hardings
(1993) um þrennskonar nálgun femínisma
í vísindum, þ.e. femínísk raunhyggja (e.
feminist empiricism), sem miðar að því
að ná fram óhlutdrægum og strangari
vísindum innan núverandi viðmiða: kenn-
ingin um femínísk sjónamiið (e.feminist
standpoint theory) sem reynir að skapa
vísindalega þekldngu út frá sjónamiiðum
kvenna; og póstmódemískur femínismi
(e. feminist postmodernism) sem er eins-
konar fjölhyggjuleg viðhorf til þekkingar.
Kynjafomleifaíræði, eins og Gilchrist
bendir á, er þó ekki nauðsynlega bundin
femínisma eða síðvirknihyggju. Sam-
kvæmt henni er kynjafomleifafræði ekki
síður umhugað um virknihyggju og
karlafræði (e. mascidinist studies) sem
framkvæmd er af körlum, eða em um
karla. Hún segir kynjafomleifafræðina
standa í þakkarskuld við femínisma fyrir
að halda uppi skilgreiningum á kyni sem
em að miklu levti byggð á félagslegum
og menningarlegum þáttum, auk þess að
afneita ríkjandi viðhorfum urn hvað það
þýðir að vera kona eða maður og vera
opinn fy'rir rannsóknum á nýjum aðferðum
og kenningum um þekkingu (Gilchrist,
1999, bls. 30). Þetta er ákaflega mikilvæg
lexía fy'rir fomleifafræðinga og aðra sem
stunda rannsóknir á mannlegum sam-
félögum, fomum og nýjum.
Heimildir
Fomleifavemd. (e.d.). Jýallkoncin.“
Björgunarrannsókn Fornleifaverndar
rikisins. Sótt 30. desember2005 af
slóðinni http://www.fomleifavemd.
is/2/Fjallkonan/Fj allkonan .htm
Gilchrist, R. (1999). Genderand
Archcteology - contesting the past.
London: Routledge.
Harding, S. (1993). Reinventing ourselves
as otlier: more new agents of history'
and knowledge. í L. Kaufmann (ritstj.),
American Feminist Thought at
Centurv 's End: A Reader. Oxford:
Blackwell.
Nordbladh, J., og Yates, T. (1990). This
perfect body, tliis virgin text: between
sex and gender in archaeologv. í Babty
og T. Yates (ritstj.), Archaeology after
Structuralism. Bls. 222-237. London:
Routledge.
Sigurður Bergsteinsson. (2005). „Fjall-
konan" við Afréttarskarð. Glettingur
38(1), 32-36.
Stalsbeig, A. (1991). Women as actors in
Nortlicrn European Viking age trade.
I R. Samson (ritstj.) SocialApproaches
to Viking Studies. Bls. 75-86. Glasgow:
Cmithne.