Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 28

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 28
Kynjafornleifafræði sem einstaklingsfræði áratug síðustu aldar að kyngervi sem félagsleg afurð verður almennt viðurkennt sem rannsóknarefni og þá skapað af hinu umliggjandi samfélagi með mismunandi birtingarformum félagslegra hlutverka. tákna og sambanda (Sorensen, 2000, bls. 19). Kynjafomleifaffæðin komst þar með á það stig sem hún er í dag, þar sem athyglinni er beint að því að bera kennsl á hin ýmsu birtingarform kyngervis í gegnum efnismenningu einstaklingsins sem geranda og þátttakanda í hinu umliggjandi samfélagi. í þessari grein verður lögð sérstök áhersla á að nota orðið einstaklingur í þessu samhengi. því þannig er fyllsta hlutleysis gætt en um leið undirstrikaður munurinn á kynjafornleifafræði og femínískri fomleifafræði. Þrátt fvrir aö hægt sé að stunda rannsóknir á fortíðinni með báðar nálganimar að leiðarljósi em viðfangsefni þeirra ekki þau sömu. Innan femínískrar fomleifafræði er það konan, í eintölu jafnt sem fleirtölu, sem er í brennidepli, en innan kynjafornleifa- fræðinnar er það manneskjan, karlinn. konan. bamið eðajafnvel öldungurinn sem sjónum er beint að. í þeirri fyrmefhdu er meiri áhersla lögð á hið líffræðilega k\n, en í þeirri síðamefndu er lögð jöfh áhersla á rannsókn á kyni og kyngervi. Engu að síður snúast rannsóknir bæði innan femínískrar fornleifafræði og kynjafornleifafræði um hina maigháttuðu skörun milli kyngervis, valds, stéttar, hugmyndafræði og annarra félagslegra vídda sem efnismenningin getur endurspeglað (Spencer-Wood, 2000, bls. 114). Kyngervi, kyn og viðföngin' Fjölgun rannsókna á sviði kynjafræða innan mannfræði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar leiddu til aukinnar vitneskju um fjölbreytileika kyngerva, nokkuð sem talið er hafa leitt til aðgreiningar á hinu líffræðilega kyni frá kyngervi (Sorensen, 2000, bls. 42). Þetta varð einnig til jxss að litið var á kyn sem stöðugt og óháð síbrevtilegu menning- arlegu umliverfi þess. Auk þess var álitið að hægt væri að greina kyn með vísinda- legum hætti. hinan fomleifafræðinnar varð þróunin með þeim hætti að >tri einkenni beinagreinda vom notuð til þess að greina kvnin tvö, karls og konu, í gegnum mamiabeinafræði, mismunandi lýsingum í rituðu máli, í list eða á tengdum sviðum (Sorensen, 2000, bls. 45-46; Preucel og Hodder, 1996. bls. 417-18). Nýlega hafa verið lagðar fram spum- ingar um réttmæti hugmynda um aðeins tvö k\rn, þ.e. karls og konu, vegna jxss að þær útiloka raunvemlega upplifun fólks á eigin ky'ni. jsar sem í fléttast aörar víddir kyns eins og til dæmis samkvnhneigð (Sorensen, 2000, bls. 46). Samliliða þessu hefur verið litið á kyngervi sem bre>tilegt og óstöðugt fmmhugtak. Hugtakið felur í sér k>Tijaða meikingu sem birtist í hegðun hvers og eins, samhliða því að hafa áhrif ámótun hennar (Sorensen, 2000, bls. 52). Kyngervi er því einn af þeim gmndvallar- þáttum félagslegra samskipta sem byggja á menningarbundnum sameiginlegum einkennum eðamun á meðal einstaklinga (Preucel og Hodder, 1996, bls. 418). Af þessum ástæðum hefur verið bent á aö aðeins áhrif kyngervis á umliggjandi umhverfi geti verið greint en aftur á móti ekki áhrif vegna líffræðilegs kyns. Innan fomleifafræðinnar hafa k> nja- 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.