Fréttablaðið - 05.10.2015, Page 4

Fréttablaðið - 05.10.2015, Page 4
Aðeins örfáar sýningar: Sun. 18. okt . kl . 13.00 Sun. 1. nóv. kl . 13.00 Sun. 15. nóv. kl . 13.00 Sun. 22. nóv. kl . 13.00 Barnasýning ársins Sproti ársins Gríman 2015 - DV - S.J. Fréttablaðið Heilbrigðismál Einn af hverjum sjö sem koma á húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítalans í skoðun grein- ist með klamydíu. Lengi hefur verið talað um að Ísland eigi Evrópumet í klamydíusmiti og það tengt við hve duglegir Íslendingar eru að fara í tékk. Baldur Tumi Baldursson, yfir- læknir deildarinnar, segir málið ekki endilega svo einfalt. „Við viljum fá marga í tékk, það er jákvætt. En við fáum marga í tékk og greinum marga. Fjöldi greininga fer þó eftir því hve vel mönnuð við erum á deildinni. Því fleiri starfs- menn, því fleiri skoðanir og því fleiri greiningar. Þessa dagana er tveggja vikna biðlisti en heimsóknum hefur líka fjölgað eftir að við breyttum rakningu hjá okkur. Nú rekjum við fjölda bólfélaga heilt ár aftur í tímann og fólk man betur eftir ból- félögum vegna Facebook, Tinder og annarra samfélagsmiðla. Við getum orðað það þannig að fólk eigi auð- veldara með að vita eða muna nöfn bólfélaganna nú til dags.“ Baldur Tumi setur upp einfalt reikningsdæmi og tekur þar mið af erlendum rannsóknum. Stærsti hópur þeirra sem greinast með klamydíu á Íslandi er á aldrinum 17-27 ára. Ef tuttugu prósent þeirra, um það bil sex þúsund, stunda skyndikynni og það er borið saman við þá sem eru greindir á deildinni þá kemur út sú niðurstaða að ef tveir virkir í skyndikynnum stunda kynlíf eru um helmingslíkur á að klamydíusmit verði ef ekki er notað- ur smokkur. Og lítil smokkanotkun virðist vera vaxandi vandi. „Við erum að sjá það í greiningum að krakkar nota minna smokka. Aukið sárasóttarsmit meðal sam- kynhneigðra karlmanna gefur okkur sömu vísbendingu. Foreldrar og forráðamenn þurfa að skipta sér meira af þessu. Í hvert skipti sem félagarnir segja að það sé glatað að nota smokk þurfa ömmurnar að segja fimm sinnum að það verði að nota smokk. Við erum hreinlega að bregðast unga fólkinu með því að hvetja það ekki meira til að nota smokkinn.“ Baldur Tumi stingur upp á að eytt sé meiri fjárhæðum í forvarnir og smokkaherferðir enda séu klam- ydíupróf og -lyf rándýr fyrir samfé- lagið. Svo ekki sé talað um lyf gegn HIV og lifrarbólgu. Hann svarar því játandi að fólk sé mögulega hætt að vera eins hrætt við að smitast þar sem hægt er að meðhöndla flesta sjúkdóma ef maður fer nógu oft í tékk. „Það er kannski ekki dauða- dómur að fá kynsjúkdóm en það getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er varlega áætlað að fjórð- ungur kvenna sem eru ófrjóar séu það vegna klamydíu. Og þar sem við erum Evrópumeistarar þá er ég hræddur um að hlutfallið sé hærra hér.“ erlabjorg@frettabladid.is Helmings líkur á að ungt fólk sem stundar skyndikynni fái klamydíu Þúsund greinast árlega með klamydíu. Flestir á aldrinum 17-27 ára. Yfirlæknir á húð og kynsjúkdómadeild segir þörf á smokkaátaki. 7.000 komu á húð og kyn árið 2014 25% ófrjórra kvenna eru það vegna klamydíu. Húð og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Þar getur fólk komið í skoðun. Klamydíusmit hefur verstu afleiðing- arnar fyrir konur. Fái sjúkdómurinn að grassera í mörg ár getur það haft skelfilegar afleiðingar. FréttabLaðið/Pjetur sýrland Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýr- lands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. Hann sagði það jafnframt mikilvægt fyrir öll Mið- austur löndin að loftárásir Rússlands gegn Íslamska ríkinu væru árangurs- ríkar en loftárásirnar héldu áfram í gær og hafa nú staðið yfir í sex daga. Í viðtali við íranska ríkissjónvarpið sagði forsetinn að Sýrland, Rússland, Íran og Írak ynnu saman að því að berjast gegn hryðjuverkum og hann teldi líkur á því að árásirnar yrðu árangursríkar. Hann gagn- rýndi jafnframt loftárásir Banda- ríkjamanna í Sýrlandi og Írak og sagði þær ekki hafa borið árangur í að sporna gegn hryðjuverkum á svæðinu. Alþjóðlegir andstæðingar for- setans hafa sagt að til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði forsetinn að segja af sér en sjálfur segir forsetinn í við- talinu að ef lausnin fælist í afsögn hans myndi hann ekki hika við að segja af sér. Loftárásir Rússa hafa líkt og áður sagði staðið yfir í sex daga og er árás- unum sagt beint gegn herbúðum Íslamska ríkisins en sýrlenskir aktív- istar segja þær beinast gegn öðrum uppreisnarhópum. Í gær sagði rússneska varnarmála- ráðuneytið frá því að flugvélar þeirra hefðu sprengt tíu skotmörk undir yfirráðum Íslamska ríkisins. Sýr- lenskir aktívistar sögðu hins vegar að í það minnsta tvö börn og smali hefðu beðið bana í árásunum sem beint var að borginni Homs og árásirnar hefðu að auki sært fimmtán manns. Bæði Tyrkland og Bretland hafa fordæmt aðgerðir Rússa og hvatti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Rússa til að breyta um stefnu og viðurkenna að forsetinn verði að hverfa frá völdum í Sýrlandi, hann væri ekki fær um að sameina sýrlensku þjóðina. – gló Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Tuttugu greindust með sárasótt síðasta vetur Hvað er sárasótt? Sárasótt eða sýfilis er sjúkdómur sem smitast eingöngu við kynmök. Ef ekkert er að gert gengur sjúkdómurinn í gegnum þrjú stig. Fyrstu einkennin koma 3-12 vikum eftir smit og eru rauðbrún sár á smitstaðnum. Frá einni viku og allt að 6 mánuðum eftir að sárið grær hefst annað stig sjúkdómsins með útbrotum víða um líkamann og einkennum sem líkjast flensu. Þessi einkenni hverfa einnig eftir mislangan tíma og þá er sjúkdómurinn einkennalaus, stundum árum saman. Á lokastigi veldur sjúkdómurinn skemmdum á heila og hjarta. Sárasótt hefur legið niðri á Íslandi í fjölda ára og því er um verulega fjölgun á til- fellum að ræða. Í hvert skipti sem félagarnir segja að það sé glatað að nota smokk þurfa ömmurnar að segja fimm sinnum að það verði að nota smokk. Baldur Tumi Baldurs- son, yfirlæknir húð- og kynsjúk- dómadeildar Land- spítalans bashar al-assad forseti Sýrlands. FréttabLaðið/ePa lögreglumál „Ég var staddur í götu rétt hjá þegar ég sá eldglæringar,“ segir Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri. Hann var við vinnu í Mosfellsbæ þegar hann tók eftir eldi í húsi við Skelja- tanga.  Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar nú eldsupptökin, íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Böðvar varð var við eldinn klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Eldur hafði kviknað við skjólvegg og útidyrahurð á neðri hæð hússins. „Ég greip upp símann, hringdi í 112 og var með þá á línunni allan tímann. Ég þurfti að vekja íbúa í öðru húsi því ég vissi ekki í hvaða götu ég var staddur til að fá slökkviliðið á réttan stað,“ segir Böðvar. Kjartan Gíslason býr í næsta húsi við það hús þar sem eldsupptökin áttu sér stað. „Það er bankað hjá mér um miðja nótt og þar stendur maður í sím- anum og er að hringja á Neyðarlínuna. Hann spyr mig númer hvað næsta hús sé,“ segir Kjartan. Kjartan og Böðvar hlaupa því næst yfir í næsta hús og hefja að berja á glugga. „Ég kíki inn Var á réttum stað á réttri stund FréttabLaðið/viLHeLm Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma. Böðvar Sigurðsson, leigubílstjóri um glugga og sé strákinn sem býr þar halda á syni sínum. Ég segi við hann að við ættum að taka börnin í gegn um gluggann sem við og gerum,“ segir Kjartan. Faðir barnanna tveggja óð svo eld og reyk til að komast út. Kjartan fór með börnin inn til sín og vakti par sem bjó á efri hæð húss- ins þar sem eldurinn átti sér upptök. Engan sakaði og Kjartan segir að börnin hafi verið róleg yfir atvikum næturinnar. Kjartan segir að eldtungurnar hafi náð upp á þak hússins. Slökkvistörf tóku þó skamman tíma en rífa þurfti klæðningu úr húsinu til að ljúka slökkvistörfum. Kjartan segist ekki hafa séð neitt sem benti til íkveikju. Böðvar segir að ekkert annað hafi komið til greina en að aðstoða. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægð- ur að vera á réttum stað á réttum tíma,“ segir Böðvar en eftir björg- unarstörfin hélt hann áfram vinnu til klukkan átta um morguninn. – srs / joe 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -5 D A 0 1 6 C 2 -5 C 6 4 1 6 C 2 -5 B 2 8 1 6 C 2 -5 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.