Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Side 38

Fréttatíminn - 17.07.2015, Side 38
S vokallaðar „S´mores“ eru sannkallað gúmmelaði sem er tilvalið að útbúa í útileguna eða bara við grillið heima. Um er að ræða samloku úr hafrakexi með sykurpúðum og súkkulaði á milli. S´mores eiga uppruna sinn að rekja til skátahreyfingarinnar í Banda- ríkjunum, en fyrsta uppskriftin birtist í skátabæklingi frá stúlknas- kátasveit þar í landi. Heitið er sam- setning á orðunum „Some more,“ eða „aðeins meira.“ Samlokuna er bæði hægt að útbúa við grillið eða yfir opnum eldi. Munið bara að fara varlega, bæði yfir eldinum og þegar kemur að magni sykurneyslunnar. 38 matur & vín Helgin 17.-19. júlí 2015 NÚ Í NÝJUM UMBÚÐUM LJÚFFENGA HEILHVEITIKEXIÐ SEM ALLIR ELSKA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Mynd/Shutterstock Amerísk súkkulaði- og sykurpúðasamloka S´mores: Hafrakex Súkkulaði að eigin vali (einnig er sniðugt að nota súkkulaðismjör) Sykurpúðar Aðferð: Setjið súkkulaði á hafrakex. Þræðið sykurpúða upp á grilltein og grillið þar til þeir verða stökkir að utan og mjúkir að innan. Rennið grilluðum sykurpúðum af grillspjótinu beint á súkkulaðið og kexið, leggið kexköku (og auka súkkul- aði) ofan á og klemmið saman. Bíðið þar til súkkulaðið byrjar að bráðna áður en þið njótið. Á sumrin er alltaf góð stemn-ing í því að grilla í góðum félagsskap. Enn skemmti- legra er að grilla við opinn eld á fal- legu sumarkvöldi. Það eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að grilla. Hér er hugmynd að skemmti- legu brauði sem auðvelt er að gera. Búið til einfalt Pizzudeig og vefjið því upp á greinar sem þið finnið í kringum ykkur, eða klippið greinar af trjánum. Haldið svo deiginu yfir eldinum þangað það er orðið fallega gyllt og bakað í gegn. Einnig er gott að brenna það lítillega á nokkrum stöðum. Þegar brauðið er tilbúið er svo bara hægt að borða það beint af greininni. Það er skemmtilegt hvað ilmurinn af trénu smýgur skemmti- lega í gegn. Gott er að dýfa brauð- inu í ýmsar olíur eða bráðinn ost. Grilluð stemning Uppskrift að Pizzadeigi. 6 desilítrar hveiti, alls ekki heilhveiti 2 matskeiðar matarolía 1/2 teskeið salt 2/5 desilítrar volgt vatn 1 bréf þurrger Aðferð: Blandið hveiti og salti saman. Bætið við olíu. Setjið volgt vatn í litla skál, setjið þurrgerið út í og látið hann leysast upp. Blandið því svo í deigið og hnoðið öllu vel saman. Vefjið svo deiginu upp á greinarnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.