Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 18

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 18
É g er mjög heppinn að hafa fengið að koma til Íslands,“ segir Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Þegar er sambandið milli þjóð- landa okkar mjög sterkt og ég lít á það sem forréttindi að fá tækifæri til að þróa það enn frekar,“ segir hann. Barber afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar síðast- liðinn og tók þar með formlega við embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þegar tilkynnt var um skipun hans ávarpaði hann Íslend- inga í stuttu myndbandi sem vakti mikla athygli þar sem hann kynnti sig til leiks á íslensku með orðun- um: „Góðan daginn frá Ameríku. Ég heiti Rob Barber. Mér þykir það ánægjulegt og mikill heiður að vera næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.“ Barber er giftur Bonnie Neilan og saman eiga þau þrjá syni, þá Nicho- las, Ben og Alexander sem allir starfa í Bandaríkjunum. Þeir voru hins vegar viðstaddir þegar hann af- henti Ólafi Ragnari Grímssyni trún- aðarbréfið og tóku sér síðan góðan tíma til að kynnast landinu. „Daddy ś Burgers“ 4. júlí Þjóðhátíðardagur Bandaríkja - manna er á morgun, laugardaginn 4. júlí, en það var 4. júlí 1776 sem sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkja- manna var samþykkt. Hún var fyrsta formlega yfirlýsingin sem sýndi fram á rétt þjóðar til að velja sín eigin stjórnvöld og markaði þar með mikilvæg þáttaskil í lýðveldis- sögunni. Barber er frá Cambridge í Massachusetts þar sem hann hefur starfað sem lögfræðingur, mikið til með frumkvöðlum og sprota- fyrirtækjum. Síðustu áratugi hefur verið haldið í sömu hefðirnar á fjöl- skylduheimlinu, steinsnar frá ánni Charles sem aðskilur Cambridge og Boston. „4. júlí er alltaf mikill há- tíðisdagur, við grillum úti og vinir fjölskyldunnar líta við,“ segir Bar- ber og bætir glettinn við að hann geti gefið uppskrift að sérréttinum sínum ef ég þrýsti mjög á hann. Þessi sérréttur á heimilinu kallaður „Daddy´s Burgers“ eða pabbaborg- arar eins og það myndi útleggjast á íslensku. „Við grillum á kolum og viðarspæni. Síðan tek ég nautahakk og bý til tvö þunn buff fyrir hvern borgara. Ofan á annað buffið set ég síðan BBQ-sósu, tómata og ost, legg hitt buffið yfir og þrýsti aðeins á endana þannig að ekkert fari út úr þegar borgarinn er grillaður. Ostur- inn bráðnar inni í borgaranum og þessir borgarar eru ansi góður, þó ég segi sjálfur frá,“ segir hann. Bar- ber tekur þó fram að tveir af sonum hans séu nú orðnir grænmetisætur þannig að ekki þýði lengur að bjóða þeim Daddy´s Burgers. „Konan mín býr líka til fjöldann allan af góðum réttum, og það er al- veg nauðsynlegt að bjóða upp á ma- ísstöngul 4. júlí. Það er mjög banda- rískt,“ segir hann. Þegar líða fer á kvöldið og aðeins farið að dimma fer fjölskyldan í göngutúr niður að ánni og hlýðir á Boston Pops sem leikur Sendiherrann grillar pabbaborgara Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber, er afar hrifinn af starfi íslensku björgunarsveitanna sem hann segir veita sér mikinn innblástur. Barber tók formlega við embætti í janúar og í vændum er fyrsti þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna sem hann heldur á Íslandi. Í áratugi hefur hann grillað svokallaða pabbaborgara handa fjölskyldu sinni á þessum degi og deilir uppskriftinni með lesendum. 16 viðtal Helgin 3.-5. júlí 2015 Ef þú hleypur 20 kílómetra notar þú jafn mikla orku og þarf til að hafa kveikt á ljósastaur í 1 mínútu Opið 10–17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir. Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.