Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 03.07.2015, Qupperneq 18
É g er mjög heppinn að hafa fengið að koma til Íslands,“ segir Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Þegar er sambandið milli þjóð- landa okkar mjög sterkt og ég lít á það sem forréttindi að fá tækifæri til að þróa það enn frekar,“ segir hann. Barber afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar síðast- liðinn og tók þar með formlega við embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þegar tilkynnt var um skipun hans ávarpaði hann Íslend- inga í stuttu myndbandi sem vakti mikla athygli þar sem hann kynnti sig til leiks á íslensku með orðun- um: „Góðan daginn frá Ameríku. Ég heiti Rob Barber. Mér þykir það ánægjulegt og mikill heiður að vera næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.“ Barber er giftur Bonnie Neilan og saman eiga þau þrjá syni, þá Nicho- las, Ben og Alexander sem allir starfa í Bandaríkjunum. Þeir voru hins vegar viðstaddir þegar hann af- henti Ólafi Ragnari Grímssyni trún- aðarbréfið og tóku sér síðan góðan tíma til að kynnast landinu. „Daddy ś Burgers“ 4. júlí Þjóðhátíðardagur Bandaríkja - manna er á morgun, laugardaginn 4. júlí, en það var 4. júlí 1776 sem sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkja- manna var samþykkt. Hún var fyrsta formlega yfirlýsingin sem sýndi fram á rétt þjóðar til að velja sín eigin stjórnvöld og markaði þar með mikilvæg þáttaskil í lýðveldis- sögunni. Barber er frá Cambridge í Massachusetts þar sem hann hefur starfað sem lögfræðingur, mikið til með frumkvöðlum og sprota- fyrirtækjum. Síðustu áratugi hefur verið haldið í sömu hefðirnar á fjöl- skylduheimlinu, steinsnar frá ánni Charles sem aðskilur Cambridge og Boston. „4. júlí er alltaf mikill há- tíðisdagur, við grillum úti og vinir fjölskyldunnar líta við,“ segir Bar- ber og bætir glettinn við að hann geti gefið uppskrift að sérréttinum sínum ef ég þrýsti mjög á hann. Þessi sérréttur á heimilinu kallaður „Daddy´s Burgers“ eða pabbaborg- arar eins og það myndi útleggjast á íslensku. „Við grillum á kolum og viðarspæni. Síðan tek ég nautahakk og bý til tvö þunn buff fyrir hvern borgara. Ofan á annað buffið set ég síðan BBQ-sósu, tómata og ost, legg hitt buffið yfir og þrýsti aðeins á endana þannig að ekkert fari út úr þegar borgarinn er grillaður. Ostur- inn bráðnar inni í borgaranum og þessir borgarar eru ansi góður, þó ég segi sjálfur frá,“ segir hann. Bar- ber tekur þó fram að tveir af sonum hans séu nú orðnir grænmetisætur þannig að ekki þýði lengur að bjóða þeim Daddy´s Burgers. „Konan mín býr líka til fjöldann allan af góðum réttum, og það er al- veg nauðsynlegt að bjóða upp á ma- ísstöngul 4. júlí. Það er mjög banda- rískt,“ segir hann. Þegar líða fer á kvöldið og aðeins farið að dimma fer fjölskyldan í göngutúr niður að ánni og hlýðir á Boston Pops sem leikur Sendiherrann grillar pabbaborgara Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber, er afar hrifinn af starfi íslensku björgunarsveitanna sem hann segir veita sér mikinn innblástur. Barber tók formlega við embætti í janúar og í vændum er fyrsti þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna sem hann heldur á Íslandi. Í áratugi hefur hann grillað svokallaða pabbaborgara handa fjölskyldu sinni á þessum degi og deilir uppskriftinni með lesendum. 16 viðtal Helgin 3.-5. júlí 2015 Ef þú hleypur 20 kílómetra notar þú jafn mikla orku og þarf til að hafa kveikt á ljósastaur í 1 mínútu Opið 10–17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir. Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.