Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 03.07.2015, Qupperneq 50
S vava Gunnarsdóttir heldur úti blogginu ljufmeti.com þar sem hún birtir dásamlega ljúffengar uppskriftir. Bloggið er þriggja ára um þessar mundir og segir Svava að það sé alltaf gaman að vera matarbloggari, sama hvaða árstíð er. „Ég er yfirleitt með létt- ari mat yfir sumartímann og þegar haustið skellur á kemur löngunin í haustlegri og aðeins þyngri mat.“ Ásamt tilraunum í eldhúsinu er útivist eitt af helstu áhugamálum Svövu. „Við fjölskyldan göngum allan ársins hring. Útiveran gerir öllum gott og er eitt það besta sem maður getur gert fyrir sjálfan sig. Glymur hefur verið í algjöru upp- áhaldi hjá strákunum mínum og þeir vilja fara þangað á hverju sumri. Það er falleg leið sem gaman er að ganga. Dóttir mín hefur verið dugleg í styttri göngum upp á síð- kastið, fer á Helgafellið og kringum Hvaleyrarvatn og Vífilsstaðavatn með vinkonum sínum. Elliðaárdal- urinn er líka reglulega heimsóttur. Þar er skjólsælt, fallegt og endur- nærandi að taka einn hring þar eftir vinnudaginn,“ segir Svava. Fréttatíminn fékk Svövu til að deila uppskrift af sniðugu nesti í gönguferðina. „Það þarf kannski ekki mikið nesti í styttri göngu- ferðir en í fjallgöngum er vatnsbrúsi alltaf með í för. Þegar krakkarnir eru með þá hef ég gert pitsusnúða og hafrastykki sem þau eru mjög hrifin af. Mér þykja hafrastykkin vera frábært nesti sem hentar vel í ferðalagið, göngur eða hjólatúra. Ég pakka þeim inn í bökunarpappír og þá er þægilegt að grípa þau með sér á hlaupum út.“ heilsa 45Helgin 6.-8. júní 2014 Veldu lífrænt, heilnæmt og hollt. Einfaldur lífrænn pasta réttur 2 dósir Biona Tómatar með basiliku 500 gr Biona spelt pasta 15-20 gr Íslenskt smjör eða bragðlaus kókosolía 5 sneiðar 17% Ostur ef vill Pasta er soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum. Vatnið sigtað af. Tómötunum er hellt í djúpan pott eða pönnu, smjörið sett út í og hrært vel saman, þá er osturinn settur út í og hrært þar til hann er allur uppleystur, til að gera réttinn bragðmeiri er gott að setja salt, pipar og timian út í. Pasta látið í sósuna og hrært saman , þekktu merkið! Sniðugt nesti í gönguferðina Hafrastykki 230 g haframjöl (2½ bolli) 10 g rice krispies (½ bolli) 20 g kókosmjöl (¼ bolli) 90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) – mér þykir suðusúkkulaði best 100 g púðursykur (½ bolli) 1/2 tsk salt 50 g smjör (¼ bolli) 60 g hnetusmjör (¼ bolli) 3 msk hunang 2 msk síróp (má sleppa) 1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og síróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púður- sykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mín- útur. Kælið og skerið síðan í stykki. Svava Gunnarsdóttir bloggar um sitt helsta áhugamál; bakstur og eldamennsku á matarblogginu Ljúfmeti og lekkerheit. Hér deilir hún uppskrift af dásamlegum hafrastykkjum sem eru tilvalin í ferðalagið, fjallgöngur eða hjólatúra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.