Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 2

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 2
Sigga í Borgarnesi langar til að vita um úrslitamenn og árangur þeirra í eftirtöldum greinum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. 100 m.: 1. Jesse Owens, U.S.A. 10.3, 2. Ralph Metcalfe U.S.A. 10.4, 3. Bernardus Osendarp, Holl. 10.5, 4. Frank Wykoff, U.S.A., 5. Eric Borchmeyer, Þýzkal., 6. Lennart Strandberg, Svíþjóð. 110 m. grhl.: 1. Forrest Towns, U.S.A. 14.2, 2. Donald Finley, Bretl. 14.4, 3. F. Pollard, 4. Hákan Lid- man, Svíþjóð, 5. J. Thornton, Bretl. 14.7, 6. L. O’Connor, Canada 15.0. Þrístökk: 1. Naoto Tajima, Jap- an 16.00 (heimsmet), 2. M. Harada, Japan 15.66, 3. Metcalfe, Ástralíu 15.50, 4. H. Wöllner, Þýzkal. 15.27, 5. R. L. Romero, U.S.A. 15.08, 6. K. Oshima, Japan 15.07. Hástökk: 1. Cornelius Johnson, U.S.A. 2.03 m. (olympiskt met), 2. Dave Albritton, U.S.A. 2.00, 3. D. P. Thurber, U.S.A. 2.00, 4. K. Kotkas, Finnl. 2.00, 5. K. Yata, Japan 1.97, 6. K. Tanaka og Asa- kuma, Japan, G. Weinkötz, Þýzkal. og L. Kalima, Finnl. stukku allir 1.94. Hr. ritstj.! Við erum fjórtán ára og höfum mjög mikinn áhuga á öllum íþrótt- 2 um, sérstaklega frjálsum íþróttum. Okkur langar til að leggja fram nokkrar spurningar: 1. Hvar og hvenær fæddist Hörður Felixson? 2. Hvert er Norðurlandamet kvenna í 100 m. hlaupi, hver á það og hvenær var það sett? 3. Okkur langar til þess að ganga í frjálsíþróttafélag, hvert getum við snúið okkur? Með fyrirfram þökk, Gígja og Stella. 1. Hörður Felixson fæddist 25. okt. 1931 í Reykjavík. 2. Norðurlandamet kvenna í 100 m. er 12.0 3. Hér í bænum eru fjögur fé- lög, sem hafa þessa íþróttagrein á stefnuskrá sinni, og þið þurfið víst ekki að óttast, að ykkur verði neitað um inngöngu í þessi félög, sem eru: U.M.F.R., form. Stefán Runólfsson, K.R., form. frjáls- íþróttadeildar Gunnar Sigurðsson á skrifstofu Sameinaða, Í.R., form. frjálsíþróttadeildar Örn Clausen, sími 2623, Ármann, form. frjáls- íþróttadeildar Þorbjörn Pétursson í Veiðarfæraverzl. Geysi. — Hafið samband við einhvern af áður- nefndum mönnum og byrjið síðan að æfa. Bruno! Þakka þér fyrir orðsend- inguna, sem gerð er rækileg skil annars staðar í ritinu. IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.