Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 28

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 28
hefði þarna verið um að ræða vinn- ing upp á 113.500 stpd. eða í ísl. kr. 5.278.000 (á réttu gengi). Það liggur í augum uppi, eftir þessa lýsingu, að getraunaseðillinn er nokkurs konar happdrættismiði, þar sem viðskiptavinurinn velur sér númer með 12 stöfum, en þarf ekki að velja nema milli 3 talna í hvert sæti, en með þeirri breyt- ingu frá þeim tölum, sem við al- mennt þekkjum, að rangur fyrsti stafur er ekkert meiri villa en rangur síðasti. Að velja milli 3ja möguleika í 12 stöðum finnst sum- um ef til vill ekki erfitt, en sé þetta athugað nánar, þá þarf að fylla út 312 dálka til að loka öllum mögu- leikum, en það er ekki nein smá- tala, 813 = 531.441 dálkar. En hverjum viðskiptavin er að- eins leyft að fylla út 48 dálka í hvert sinn, og til þess að auka möguleikana og minnka skrif- finnskuna, er til hið svonefnda margföldunarkerfi, sem er fólgið í því að fylla út jafngildi svo og svo margra dálka í aðeins 1 dálki. Það er gert með svonefndum hálf- og heillokunum (halv- og helgarder- ing). Hálflokun er það kallað, að fylla út 2 möguleika í sama leikn- um í sama dálki og jafngildir 2 dálkum, séu 2 leikir hálflokaðir, jafngildir það fjórum dálkum, 3 hálflokaðir leikir í sama dálki jafngilda 8 dálkum o. s. frv. Heillokun er að fylla út alla þrjá möguleikana og jafngildir það 3 dálkum, 2 heillokaðir jafngilda 9 dálkum, 3 heillokaðir 27 dálkum, sem þá jafnframt er hámarkið. Ein heillokun og 4 hálflokanir jafngilda þá 48 dálkum. Annað kerfi eru hinar svonefndu permuta- sjónir, og þær grundvallast á lík- indareikningi og taka 8—48 dálka. Svo getreynum við! Skautamót Islands. Sett voru f jögur ný ísl. met. Skautamót íslands fór fram á íþróttavellinum í Reykjavík 11. og 12. febr. s.l. og var keppnin hörð og skemmtileg. Þetta er í fyrsta skipti sem skautakeppni er háð á íþróttavellinum og er hér því um nýbreytni að ræða. Alls voru fjór- tán keppendur skráðir til leiks, þar af tólf karlar og tvær konur frá 4 félögum: K.R., S.A., S.R. og Þrótti, Reykjavík, og var meðal þeirra Kristján Árnason, skauta- meistari íslands 1951. Keppnin um titilinn var miklu jafnari nú en í fyrra, en Kristjáni tókst naum- lega að halda titlinum. Hann sigr- aði í 1500, 3000 og 5000 m. bg setti ný met í 3000 og 5000 m. með 5:56.3 og 10:04.0 mín. Kristján varð fjórði í 500 m. á 53.2 sek., en þar sigraði Akureyringurinn Hjalti Þorsteinsson á 52.0 sek. Edda Ind- riðadóttir frá Akureyri vann 500 m. á nýju meti, 63.3 sek., og hún setti einnig nýtt met á 1500 m. á 3:28.8, þó að hún keppti ein og hefði þess vegna enga samkeppni. 30 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.