Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 3

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 3
ALLT UM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR □□ ERLENDAR ÍÞRDTTIR ritstjdrar: RAGNAR INGDLFSSDN □□ ÖRN EIÐSSON ÁBYRGÐARMAÐUR: OÍSLI ÁSMUNDSSDN utanáskrift: tímaritið íþrdttir. DRÁPUHLÍÐ 32 1. HEFTI JAN.-FEBR. III. ARG. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, hefúr nýlega lokið ævi- skeiði sínu. IVIeð fráfalli hans hef- ur íþróttahreyfingin misst vernd- ara sinn og öflugan stuðnings- mann. Það var henni dýrmætt, að í embætti þetta skyldi veljast á sínum tíma maður með svo ríkan skilning á gildi íþróttanna fyrir landsmenn, og sýndi hann það oft- lega í verki, með því að koma fram við hátíðleg tækifæri íþrótta- manna og við íþróttasýningar, auk þess, sem hann áður fyrr tók virkan þátt í íþróttastarfseminni. Þess er skemmst að minnast, að við heimkomu hinna fræknu Briis- sel-fara 1950, var herra Sveinn Björnsson mættur fyrstur manna, öllum að óvörum, til þess að þakka þeim í nafni þjóðarinnar fyrir unn- in afrek. Hann lét þess getið, að hann hefði ekki viljað missa af því að vera meðal þeirra, sem buðu þá velkomna heim. Við útför hins látna forseta vildu íþróttamenn sýna í verki þakklæti sitt með því að gera hana sem virðulegasta og mættu þar undir fánum félaga sinna og sam- taka. íþróttasamband íslands hef- ur og myndað sjóð til að heiðra minningu hans. Megi sú minning lifa og dafna í hjörtum komandi kynslóða, að hinn fyrsti forseti ís- lenzka lýðveldisins var öflugur stuðningsmaður hvers konar menningarmála og ekki sízt íþróttaiðkana; að hann gegndi hinu vandasama hlutverki sínu í þjóðfélaginu sem forseti með virðuleik og festu og vann sér ást- sældir allra þegna hins unga lýð- veldis. Blessuð sé minning hans.

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.