Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 29

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 29
Úrslit mótsins: 1. Kristján Ámason, KR. 225.317 stig. 2. Þorsteinn Steingrímsson, Þrótti, 231.001 stig. 3. Björn Baldursson, S.A., 232.507 stig. 4. Hjalti Þorsteinsson, S.A., 233.487 stig. 5. Þorvaldur Snæbjörnsson, S.A., 240.947 stig.' 6. Jón R. Einarsson, Þrótti, 245.896 stig. sjáanleg Bretland. Enska bikarkeppnin hefur í ár boðið upp á fleiri óvænt og ófyrir- úrslit en verið hefur í lengri tíma. í 3. umf. féll úr helm- ingur 1. deildar-liðanna, og sáu III. deildar-lið fyrir mörgum þeirra — en óvæntastur var sigur Hull City yfir Manchester United í baðmullarborginni. Einn er sá þáttur þessarar keppni, sem sett hefur mestan svip á hana, e. t. v. fyrir utan sjálf- an úrslitaleikinn, en það eru leik- irnir, þar sem Davíð fellir Golíat. Lengst af hafa lið utan lígunnar gegnt hlutverki Davíðs, og þar með skyggt á góða frammistöðu III. deildar-liða, en með stækkun III. deildar hafa mörg félög fengið inn- göngu í líguna og III. deildin kom- ið meir við sögu í hlutverki Davíðs. í síðustu umferðunum hafa 4 lið úr „lávarðadeildunum" orðið að lúta í lægra haldi fyrir félögum, sem aðeins hafa haft það sér til ágætis að lafa í III. deild. Leyton Orient sá fyrir 2 gömlum og góð- um nöfnum, Everton og Birming- ham City, og báðum að heiman, en þykir ekki hafa mikla mögu- leika í 5. umferðinni gegn Arsenal. En Arsenal hefur áður komizt í kynni við „rönguna" á slíkum við- ureignum og á það ef til vill líka eftir á næstunni. Swindon Town tók það 4 leiki að koma Cardiff og Stoke City út úr keppninni, og báðum með 1:0 eftir jafntefli, 1:1. Sagan endurtekur sig stundum, og ekki er ósennilegt, að Luton falli næst í 2. tilraun eftir óútkljáðan leik. Meðan helztu keppinautarnir berjast um áframhaldandi þátt- töku í bikarkeppninni, hefur Man- chester United skotizt upp í efsta sætið og er á góðri leið með að hljóta fyrsta meistaratitilinn eftir stríðið, en það hefur hafnað í 2. sæti í 4 af síðustu 5 leiktímabil- unum. Það er nú talið hafa yfir að ráða efnilegri ungum leikmönn- um en nokkurt annað lið í I. deild, að undanteknu Portsmouth, og á þeim ekki hvað minnstan þátt í árangri þessara félaga í vetur. Þau veigra sér ekki við að gefa IÞRÓTTIR 31

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.