Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 20

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 20
sem nokkrum mánuðum síðar sigr- aði hann í einvígi (+2, -^-0, =8). 1932 gerði hann jafntefli við Flohr í einvígi ( + 3, -=-3, =10) og skipaði ásamt honum 2. sætið á eftir Alekhine í skákmóti í Bern. Það endurtók sig í Ziirich 2 árum síðar. Um það leyti tók að verða vart afturfarar hjá Alekhine, og skoraði Euwe á hann til einvígis. Eftir afsvör þau, sem Alekhine hafði gefið Capablanca og einvígi hans tvö við Bogoljubov, var al- mennt talið, að Alekhine hefði tek- ið áskorun Euwe í þeirri trú, að þar fengi hann auðveldan sigur, og enginn vafi þykir leika á því, að Alekhine hafi vanmetið andstæð- ing sinn, og ekki lagt í neinn und- irbúning svo neinu næmi fyrir ein- vígið. En Euvve tók þátt í hörðu skákmóti í Leningrad (6. af 12) og jólamótinu í Hastings, þar sem hann varð e stur, fyrir ofan Capa- blanca og Botvinnik. Einvígið var tvísýnt og hart, tvisvar náoi Alekhine nokkru for- skoti, en með því að vinna 20., 21., 25. og 26. skákirnar náði Euwe 2 vinninga forskoti og sigraði með 15y2—14i/2 ( + 9, h-8, =13). Alek- hine hafði sett sem skilyrði fyrir einvígið, að hann fengi forgangs- rétt til einvígis um titilinn, missti hann hann, og ekki var einvíginu fyrr lokið en hann skoraði á arf- taka sinn. Næsta ár var Euwe athafnasam- ur í skákheiminum, hann lagði allt kapp á að treysta aðstöðu sína í hásætinu, vegna einvígisins árið eftir. í hinu mikla og sterka móti í Nottingham varð hann 3.—5. ásamt Fine og Reshevsky með x/2 vinning minna en Botvinnik og Capablanca, en y2 vinning meir en Alekhine, og það var aðeins vegna óheyrilegra afleikja, sem verið hafa Achillesarhæll hans alla tíð, að hann varð af efsta sætinu. Gagnstætt öllum spádómum náði Alekhine titlinum á ný í einvígi þeirra 1937 með miklum yfirburð- um ( + 10, +4, =11). Síðustu vikurnar fyrir hið fræga mót A.V.R.O., sem haldið var í Hollandi 1938, varð Euwe að halda áfram kennslu fram á síðustu stundu, og hafði því ekki nægan tíma til undirbúnings og byrjaði mjög illa. í síðari umferðinnoi náði hann sér á strik með því að sigra Fine, Botvinnik og Capablanca, og gera jafntefli við hina fjóra, og náði með því 4. sæti ásamt Reshev- sky og Alekhine. En 1940 urðu vonir hans um nýtt einvígi um heimsmeistaratitilinn að engu, er hann beið lægra hlut í einvígi fyr- ir Keres ( + 5, -7-6, =3). Styrjaldarárin tefldi Euwe að- eins í heimalandi sínu, aðalvið- burðurinn þau árin var sigur yfir Bogoljubov í einvígi ( + 5, -=-2, =3). Er Alekhine féll frá, kom til tals, að Euwe yrði sjálfkjörinn heims- meistari, þar eð hann hefði haldið titlinum næst á undan síðasta „valdatímabil“ Alekhines. Þeirri ráðstöfun mótmælti Euwe og beitti sér af alefli fyrir því fyrirkomu- lagi, sem viðhaft var 1948. Vegna væntanlegrar baráttu um 22 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.