Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 26

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 26
Getraunirnar fara að hefjast Ráðgert er, að á næstunni taki hin íslenzka getraunastarfsemi til starfa. Þetta rit hefur allt frá upp- hafi hamrað á því, að þessari til- vonandi lyftistöng íþróttamála okkar yrði komið á og birti þegar fyrir ári síðan stuttan þátt um fyrirkomulag starfseminnar, og vísast þeim, sem enn eiga jólaheft- ið 1950, á hann. Þar sem nú rekur að því, að starfseminni verði komið í kring, verður hér lítillega minnzt á þá hlið starfseminnar, sem að við- skiptavininum snýr. Síðan Alþingi setti lög um einka- leyfi til handa ríkinu (íþrótta- nefnd) til að reka veðmálastarf- semi í sambandi við íþróttakeppn- ri, hafa margir fengið þá flugu í höfuðið, að þetta væri svipað veð- málum á skeiðvöllum eða veðmál- um sjómannadagsráðs í sambandi við kappróðurinn. Því fer mjög fjarri, að svo sé. Til að skýra ganginn í starf- seminni, skulum við fylgja einum viðskiptavini, sem hyggst reyna, hve getspakur hann sé. Hann veit, að Tóbaksbúðin á Breiðstræti 10 hefur tekið að sér umboð fyrir Getraunirnar, og þangað leggur hann leið sína. Hann biður þar um seðla, sem fyrirtækið hefur dreift út til allra umboðsmanna sinna. Eitthvert kvöldið í ró og næði tek- ur hann sig til og hyggst spreyta sig á þessum furðuleppum, sem honum finnst vera. Hann kemst að raun um, að seðlarnir eru þrískipt- ir og allir hlutarnir eru svo til eins. Hverjum hluta er skipt í tvennt, fremst eru 24 nöfn í 12 lín- um, en aftari hlutinn er eins og rúðustrikuð reikningsbók. Hefði þetta verið í byrjun janúar síðastl. hefði einn hluti seðilsins getað lit- ið út eins og í síðasta jólahéfti. Eins og myndin ber með sér, eru á seðlinum tvenns konar dálk- ar, 8 aðaldálkar og 24 úrslitadálk- ar, eða 3 úrslitadálkar í hverjum aðaldálki. Tölurnar fyrir ofan aðal- dálkana tákna ekkert sérstakt, eru aðeins til að gera mörkin milli að- aldálkanna skýrari. En merkin fyr- ir ofan úrslitadálkana eru nokkuð sérstæð.' þar standa 1, X og 2 í hverjum aðaldálki. Vinur okkar kemst fljótlega að raun um, að þetta eru einmitt merkin, sem allt veltur á, því að í sambandi við hvern leik þarf að segja fyrir um einhvern af þremur úrslitamögu- leikum: vinning, tap eða jafntefli. Það skal því tekið fram, að úrslita- tölur leikjanna skipta engu máli. Vegna þess að föst regla er á röð nafnanna fremst á seðlinum, og að það lið, sem fyrr er nefnt, leikur á heimavelli, en það síðamefnda þá að sjálfsögðu að heiman, er hægt að komast af með þetta ein- falda merkjakerfi, í stað þess að tilgreina með fullum nöfnum sig- urvegara eða jafntefli. Nú rámar vininn eitthvað í, að í blaðinu 1 morgun hafði hann rek- 28 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.