Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 21

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 21
titilinn og til að undirbúa sig sem bezt, lét hann af kennslustörfum og gerðist atvinnumaður. Eftir Groningen-mótið 194§, er hann varð y2 vinning á eftir Botvinnik, virtist hann hafa náð sínum fyrri styrkleik og hafa miklar líkur til að endurheimta titilinn, en á nokkrum mótum í Argentínu og Hollandi féll sjálfstraust hans til grunna, og munu þær ófarir hafa átt ríkan þátt í frammistöðu hans á heimsmeistaramótinu. Á því móti fékk hann aðeins 4 vinninga (20%), hjá 14 vinningum Botvinniks, sem hlaut heimsmeist- aratitilinn, 11 v. Smyslovs og 10y2 v. Keres og Reshevskys. Síðan hefur Euwe tekið þátt í 3 meiri háttar mótum, auk margra smá- mótat, m. a. hér á landi 1948, en ekki náð sérlega góðum árangri. í New York 1948—9 varð hann 3.—4. á eftir Fine og Najdorf, í Amsterdam 1950 6. af 20, og í New York 1951 2. á eftir Reshev- sky, en á undan Fine og Najdorf. Vegna anna Euwes við önnur störf er næstum óskiljanlegt, hvemig honum hefur tekizt að ná þeim ár- angri og afkasta svo miklu sem reynd hefur á orðið. Hann er einn af mikilvirkustu fræðimönnum í skák, hefur ritað mikið um það efni, útlærður flugmaður, og hef- ur að auki lagt mikla stund á hnefaleika og sund. Byrjanir hans munu vera sá þáttur skákarinnar, sem Euwe hefur lagt mest stund á, og munu fáir, ef nokkrir, núlif- andi menn standa honum á sporði í þeim efnum. „Veikasti hlekkurinn í brynju Euwes hefur löngum verið furðu- leg tilhneiging til afleikja, jafnvel í hagstæðustu stöðum. Strax og ekki er hægt að rannsaka allar leiðir skákarinnar til fullnustu, stendur Euwe verr að vígi en helztu keppinautar hans, sem hafa 10 sinnum meiri reynslu og æf- ingu í kappskákum og hafa því öðlazt eins konar 6. skilningarvit, tilfinningu fyrir skákinni. Euwe getur aldrei látið eðlishvötina eða tilfinninguna ráða, hann verður að sanna réttmæti leiksins á stærð- fræðilegan hátt. Hefði hann næg- an tíma, tækist honum það ef til vill, en klukkan gengur og hann leikur af sér, því að hann sér, að hann hefur ekki tíma til að grand- skoða stöðuna á sinn hátt og leik- ur yfirborðskennt, hann hefur leik- ið fleiri afleiki en nokkur annar skákmeistari" (Kmoch). Hver eru þá þau atriði, sem hafa gert Euwe að einum af sterkustu skákmeisturum heimsins síðustu 20 árin? „I fyrsta lagi gáfa hans fyrir kombínasjónum. Hafa menn yfirleitt gert sér ljóst, að Euwe hefur aldrei leikið ranga kombína- sjón? Þegar hann hefur frum- kvæðið, eru útreikningar hans óskeikulir. í öðru lagi hin víð- feðma þekking hans á byrjunum." (Alekhine, 1937). Að auki bjó Euwe á sínum beztu dögum yfir óbilandi baráttuvilja og áræði, sem samfara óraskandi geðró og seiglu skapaði mann, sem bæði gat og vildi sigra. Euwe hef- ur ekki verið gefinn fyrir einfald- IÞRÓTTIR 23

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.