Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 4

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 4
VI. Vetrar-Ólympíuleikiinum lokið: Norðmenn sigruðu glœsilega. Islendingar sýndu mikla framför frá fyrri leikum. Á VI. Vetrar-Ólympíuleikunum, sem fóru fram dagana 14.—26. febr. í Noregi, fengu Norðmenn flesta meistara eða 7 talsins og sigruðu mjög glæsilega, hlutu 104.5 stig. Næstir urðu Banda- ríkjamenn með 77.5 stig, þá Finnar með 63, Austurríkismenn hlutu 54, Þýzkaland 41.5 og Svíar 29 stig. íslenzku keppendurnir stóðu sig nú mun betur en 1948 í Sviss, og báru af þeir Ásgeir Eyjólfsson, er varð 27. í svigi af 86 keppendum, og Gunnar Pétursson, sem varð 32. í 18 km. göngu af 88 keppendum. Alpa-greinarnar. Það varð flestum undrunarefni, hve góðum árangri Norðmenn náðu í svigi og bruni, en þeir hafa ekki staðið sig vel á fyrri leikum í þeim greinum. Norðmaðurinn Stein Er- iksen sigraði í stórsvigi, varð ann- ar í svigi og sjötti í bruni, og landi hans Guttorm Berge varð þriðji í svigi. Auk þeirra stóðu sig mjög vel Per Rollum (8. í svigi) og Gunnar Hjeltnes (7. í bruni). En þótt Norðmenn vektu mikla athygli, þá voru þjóðimar, sem að Ölpunum liggja, í meirihluta með- al hinna sex fyrstu. Austurríkis- maðurinn Othmar Schneider hlaut gullverðlaunin í svigi og silfrið í bruni og ítalinn Zeno Colo varð fyrstur í bruni og 4. í stórsvigi og svigi. Hvað þátttöku íslendinganna snertir, þá getum við verið ánægð með frammistöðu þeirra, þar sem framför hjá þeim er augljós. Hér má ekki láta staðar numið, heldur gefa þeim tækifæri til þess að keppa miklu oftar erlendis. Norrænu greinarnar. Enn þá eru það Norðurlandabú- ar, sem eru hæstráðandi í göngu og stökki. Norðmaðurinn Brenden sigraði í 18 km. göngunni og Finn- inn Hakulinen í 50 km. Finnamir stóðu sig bezt í göngugreinunum, áttu 2., 3. og 4. mann í 18 km., 1., 2. og 5. mann í 50 km. og sigr- uðu í boðgöngunni. Aftur á móti báru Norðmennirnir af í stökkum, auk þess sem þeir áttu marga af beztu göngumönnunum. Arnfinn Bergmann sigraði í stökki, og Norðmenn voru einnig í 2., 4. og 6. sæti, og Simon Sláttvik varð fyrst- ur í tvíkeppninni og Norðmenn voru í 3., 5. og 6. sæti. Annars var baráttan um fyrsta sætið í tví- keppninni afar hörð, þar sem Heikki Hasu frá Finnlandi, sá sem varð sigurvegari á síðustu ÓL, náði afbragðs tíma í göngunni og varð fjórði í henni, en Sláttvik varð 15. Sláttvik stóð sig miklu betur en 6 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.