Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 12

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 12
um framíörum. Hann hljóp tvisv- ar á 11.0 (en í annáð skiptið vann Alexander hann, 28. júlí) og tvisv- ar á 11.1. í seinna skiptið, sem Pétur hljóp á 11.0, vann hann Guð- mund Lárusson. Eflaust fara þeir Alexander og Pétur báðir undir 11.0 á komandi sumri. Torfi Bryngeirsson hljóp tvisv- ar á 11.1 og einu sinni á 11.0 í meðvindi. Ef til vill hefur það fremur verið óheppni en getuleysi, að hann skyldi ekki hlaupa undir 11 sek. Grétar Hinriksson komst nú í hóp okkar beztu spretthlaupara, náði 11.1 á meistaramótinu. Hann virðist hafa ágætan vöxt fyrir spretthlaup, og ætti það því ekki að standa í vegi fyrir framförum hans á því sviði. Guðmundur Lárusson hljóp 100 metra aðeins tvisvar þetta sumar og tókst í hvorugt skiptið að kom- ast undir 11 sek. En af spretti hans í 4x100 m. boðhlaupinu á meist- aramótinu mátti ráða, að hann á ennþá yfir að ráða sprettum, sem boðlegir eru hvar sem er. 200 metra hlaup: HörSur Haraldsson, Á................21.6 Haukur Clausen, Í.R...............21.6 Ásmundur Bjarnason, K.R.............21.7 GuSmundur Lárusson, Á...............22.1 Pétur Fr. SigurÖsson, K.R...........22.4 Finnbjörn Þorvaldsson, I.R........22.5 Ingi Þorsteinsson, K.R..............23.1 Trausti Eyjólfsson, K.R.............23.2 Grétar Hinriksson, A................23.3 Jafet Sigurðsson, K.R...............23.3 Þorváldur Öskarsson, I.R............23.3 Hér er um afturför að ræða frá árinu áður, þá voru 5 menn undir 22 sek., nú aðeins 3. Það dylst ekki, að Hörður hefur verið bezti 200 m. hlauparinn, því hann tapaði aldrei keppni í þeirri grein allt sumarið fyrir íslending. Um Hauk er það að segja, að hann keppti aðeins þrisvar í 200 m., á Óslóar-mótinu, en þá vann Hörður, og á Meistara- mótinu, en þá varð Hörður sjónar- mun á undan. Ásmundur er í sömu skorðum og 1950. Pétur Friðrik er einnig í framför hér og e. t. v. verð- ur hann næsti maðurinn okkar undir 22 sek. Finnbjöm má muna sinn fífil fegri, enda keppti hann nú aðeins á einu móti í 200 m. Ingi Þorsteinsson er í framför mik- illi í spretthlaupunum og er það honum mjög gagnlegt vegna grindahlaupsins. Trausti náði þess- um árangri í eina sinnið, sem hann hljóp 200 m. á sumrinu. — Grétar, Jafet og Þorvaldur tóku allir mikl- um framförum, og ef þeir halda áfram á sömu braut og hingað til, verður gaman að sjá þá í sumar. 400 metra lilaup: GuSmundur Lárusson, Á.............. 48.6 Ásmundur Bjarnason, K.R........... 50.1 örn Clausen, I.R................... 50.5 Ingi Þorsteinsson, K.R..............51.5 Sveinn Björnsson, K.R.............. 52.4 Haukur Clausen, I.R................ 52.9 HreiSar Jónsson, K.A............... 53.2 Hermann Sigtryggsson, K.A.........53.2 Eggert Sigurlásson, Týr............ 53.3 Þorvaldur Öskarsson, I.R........... 53.4 Rafn SigurSsson, Týr............... 53.4 Guðmundur hefur ekki verið eins góður og sumarið 1950 (48.0 þá,), og eins er með 400 m.-skrána, sem heild er hún lélegri en árið áð- 14 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.