Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 24

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 24
Zatopek, Thldén, Reiff og Slijkhuis í 5000 m. á Ólympíuleikunum 19j8. fimmti Finninn Taipale og sjötti Landquist frá Svíþjóð. Svíarnir eru fjölmennir á leikjunum, enda glymur hið þekkta „Heja Sverige“ um allan völlinn. Nú bíðum við eftir hinum raunverulegu úrslitum í sumar og gaman verður að sjá, hverjir þessara sex komast í úr- slitin og hver sigrar. Þó að keppnin í 1500 m. hafi ver- ið skemmtileg, verður 5000 m. hlaupið ennþá tvísýnna. Flestum íþróttaunnendum er ennþá í fersku minni keppnin á þessari vegalengd á síðustu leikjum í London. Skyldi keppnin í ár verða endurtekning á þeirri keppni? Afrekaskráin 1951 bendir til þess, því að í fyrsta sæti er einmitt Ólympíumeistarinn Gas- ton Reiff (14:10.8), en í öðru sæti Emile Zatopek (14:11.6), í þriðja sæti er svo Þjóðverjinn Herbert Schade (14:15.4), en hann er í mikilli framför og vís til alls. Nú er því miður enginn tími til að ræða frekar um þetta, því að tólf beztu 5000 m. hlauparar heimsins eru lagðir af stað til baráttu um hið eftirsótta hnoss. Fyrri hluta hlaupsins hefur Reiff forystuna, en þegar hlaupið er um það bil hálfnað, tekur Zatopek kipp og geysist fram úr, hann heldur for- ystunni og er um það bil 20—30 m. á undan Schade, Reiff, Popov og Koskela. Þannig helzt bilið þar til 26 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.