Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 18

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 18
5 og 10 km. hlaup hæfa honum bezt í framtíðinni. Rafn Sigurðsson kemur svo næstur. Hann er mjög fjölhæfur hlaupari, eins og áður getur, en þarf að „stöðva sig af“, taka ein- hverja ákveðna vegalengd fyrir. Þá getur hann ábyggilega komizt mjög langt. — Tími Harðar er frá K.R.-mótinu, en þá var stormátt og árangurinn því einhverju betri en tíminn gefur til kynna. Torfi er ef til vill framtíðarmaður á 1500 og 3000 m., en eins og áður er sagt, þarf hann að æfa vel til þess. En hann hefur bæði kjark og líkams- þrek til að bera, það sýndi hann glögglega á Í.R.-mótinu s.l. vor. — Stefán Guðmundsson er ungur Skagfirðingur, sem tók ágætum framförum á sumrinu. 5000 metra hlaup: Iiristján Jóharmsson, Umf. SkíSi. 15:49.8 Stefán Gunnarsson, Á.........16:16.6 Victor Miinch, Á. . .........16:51.2 Bergur Hallgrimsson, Skri'iSur . 17:08.6 Eirikur Þorgeirsson, Umf. Hrun. 17:08.8 Magnús Helgason, Týr.........17:25.6 Kristinn Bergsson, Þór, Ak. . . . 17:59.6 Loksins komst annar íslending- ur undir 16 mín. Kristján á heiður skilið fyrir. Næsta takmark hans á að vera að komast undir 15 mín. Stefán getur líka betur, og við skulum vona, að næsta sumar færi þessa garpa enn ofar á afrekalista íþróttanna. Victor Miinch keppti sjaldan á síðasta sumri, aðeins þrisvar í þessari grein; 16:31.2 náði hann í Osló. Þeir menn, sem næstir koma, eru allir ungir að ár- um og efnilegir langhlauparar. — Á Eirík Þorgeirsson vildi ég minn- ast nokkrum orðum. Hann er sterkur, en ekki að sama skapi nógu mjúkur. Með góðri æfingu gæti hann þó komizt alllangt, ef til vill ekki síður á 10 km. — Afrek Kristins er Akureyrarmet. 10.000 metra hlaup: Stefán Gunnarsson, Á......... 55:05.6 Kristján Jóhannsson, Umf. SkíSi. 55:18.4 Victor Munch, Á.............. 54:55.2 Loksins höfum við aftur fengið menn, sem nenna að hlaupa 10 km. svo mynd sé á. Árangur þeirra Stefáns og Kristjáns eru frá meist- aramótinu og árangur þess fyrr- nefnda met. Enginn efi er á, að allir þessir þrír menn geta betur, og vonandi eiga þeir eftir að ná betri árangri og bæta þar með það gat, sem 10 km. hafa verið íslenzku landsliði. Framh. í ncesta blaSi. Leiðréttingar. Talsvert af villum slæddist inn i skákina milli Rétis og Alekhines í jólaheftinu, og eru lesendur vin- samlega beðnir velviiðrngar. Þriðji leikur svarts féll alveg niður, en átti að vera ... d7—d5. 14. ... Bc8—g4; 22. Hal—cl . . .; 28. ... Rd5—c3; 30. ... Rxe2 sk. — í aths. eftir 31. Kgl—h2 á að vera: 32. f2xH. Línan, sem fallið hefur niður, á að vera: . .. vinna ridd- arann á b7. 1 aths. eftir 32. Hc4? á að vera ... ekki hægt vegna 33. RxR! eða ... BxR. 34. leikur hv. Hc4—c2 og hvítur á ekki margra kosta völ. 20 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.