Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 27

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 27
izt á Getraunahjálpina, sem ætluð er til þess að aðstoða lesendur við að fylla út seðlana, vega líkurnar fyrir tapi, sigri eða jafntefli, birtir nýjustu töflur með stöðu liðanna og gefur margvísleg ráð í sam- bandi við seðlana. Hann flettir blaðinu og byrjar að finna nöfn liðanna í töflunum og síðan byrjar hann. Telji hann nú heimavinning í efsta leiknum líklegan, merkir hann 1 í fyrsta úrslitadálk, sem merktur er 1. Nú gizkar hann á, að jafntefli verði hjá Burnley og Newcastle, og þá setur hann X í miðúrslitadálkinn, sem merktur er með X, og í þriðja leiknum telur hann sennilegt eða jafnvel öruggt, að West Bromwich sigri, og þá rit- ar hann 2 í þriðja úrslitadálkinn, sem merktur er á sama hátt með 2. Þannig heldur hann áfram með alla 12 leikina og fyllir síðan út 2., 3., 4. o. s. frv., ef hann ætlar að kaupa fleiri en 1 dálk. Síðan fyll- ir hann út báða hina hlutta seðils- ins nákvæmlega eins, og er það mjög þýðingarmikið. Daginn eftir á hann leið fram hjá umboðsmanninum og leggur inn seðilinn eða seðlana. Hann tel- ur saman dálkana, sem hver um sig kostar, segjum 25 aura. Hann stimplar seðilinn, klippir neðsta hluta seðilsins af og fær viðskipta- vininum hann, en heldur hinum 2 eftir, og fyrir ákveðinn tíma send- ir hann þá til aðalskrifstofu fyr- irtækisins, þar sem farið er yfir þá, eftir að leikjunum er lokið. Áður hefur þeim verið skipt, öðr- um hlutatnum er haldið eftir, en hinum er komið fyrir í vörzlum opinbers eftirlitsmanns, sem hefur eftirlit með fyrirtækinu fyrir hönd viðskiptavinanna, ef svo má segja. Hann fer yfir þá seðla, sem vinn- inga hljóta og ber þá saman við þann helminginn, sem hann held- ur, og staðfestir vinningana og hverjir skuli hljóta þá. Þegar aðalskrifstofan fer yfir seðlana, eru teknir frá þeir seðlar, sem hafa 12, 11 og 10 leiki rétta, og á milli þeirra er vinningsupp- hæðinni, sem er helmingurinn af heildarupphæðinni, sem viðskipta- vinirnir hafa keypt dálkana fyrir (brúttótekjum). Þessum helming er skipt jafnt í þrjá hluta, einum er skipt meðal þeirra, sem hafa 12 leiki rétta, og er deilt í upphæð- irnar með dálkafjöldanum, því að sá, sem hefur 2 dálka með 12 rétt- um, hlýtur helmingi meira í vinn- ing en sá, sem hefur 1 réttan. Á sama hátt er farið með þriðjung- ana, sem koma á 11 og 10 rétta. Falli leikur niður, koma vinningar á 11, 10 og 9 rétta o. s. frv. í Noregi og Danmörku er há- mark vinnings 50.000 kr., en í Englandi hefur vinningsupphæðin til skamms tíma verið ótakmörk- uð, en er vinningar upp á 100.000 sterlingspund voru orðnir vikuleg fyrirbæri fyrir ári síðan, var upp- hæðin takmörkuð við 75.000 stpd. Fyrir leikdaginn 19. janúar var greiddur hjá stærsta fyrirtækinu 75.000 sterlingspunda vinningur, en 38.000 stpd. voru umfram og var þeim jafnað á næstu vinning- ana. Með gamla fyrirkomulaginu IÞRÓTTIR 29

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.