Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 9

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 9
Orðið er laust: BYggjct þarf hús fyrir íþróttasýningar í miðri Reykjavík. Höfuðvandamál íþróttafélag- anna í Reykjavík í dag, sem raun- ar alltaf áður, er fjárskorturinn. Starfskraftar hinna áhugasömu manna, sem að íþróttamálunum vinna, fara orðið að m'estu í vinnu við tekjuöflun, en þeim verður lít- ið ágengt, og má þá nærri geta, hver árangur félaganna á sviði sjálfra íþróttanna verður með slíkri útgerð. Að vísu fæst lítils háttar styrk- ur frá bæ og ríki, sem er þakk- samlega þeginn, þó segja megi að það sé skylda þjóðfélagsins að hlúa að íþróttahreyfingunni af fremsta megni, fremur en kasta peningum í stúkumar og næturskemmtanir þeirra, sem bera þann raunhæfa árangur, að sjóðir þeirra gildna ár frá ári, á meðan íþróttahreyfingin berst í bökkum sökum féleysis. Enda þótt nú sé loksins veitt leyfi til reksturs getraunastarf- semi, til ágóða fyrir íþróttamálefni landsmanna, þá er alveg óvíst hve- nær sú starfræksla fer að gefa nokkum arð, ekki sízt ef skipta á ágóðanum í fleiri staði, eins og krafa hefur nýlega komið fram um. Hvað skal gera? — Er nokkur lausn til á þessum málum? Svo er, og það er einmitt vegna peningaleysis, að ekki hefur verið hægt að framkvæma verkið. — í miðri Reykjavík þarf að rísa hús yfrir íþróttasýningar, sem rúmar a. m. k. 1500 áhorfendur. íþrótta- húsið að Hálogalandi er bæði allt of lítið og of langt frá miðbænum til þess að það komi að tilætluðum notum. Hús þetta mundi ekki að- eins verða lyftistöng fyrir íþrótta- starfsemi höfuðstaðarbúa, heldur og fyrir margs konar málefni önn- ur, sem gætu fengið það leigt til afnota til fjáröflunar, en slík hús eru nauðsynleg hverri borg. í ráði mun vera að byggja hér skála fyr- ir væntanlega iðnsýningu og hef- ur heyrzt, að sú bygging muni kosta allt að 5 milljónir króna. Hér er einstakt tækifæri fyrir íþróttasamtök Reykvíkinga að koma ár sinni vel fyrir borð og reyna að ná samningum við hlut- aðeigandi aðilja um afnot eða kaup á byggingunni, er sýningunni lýkT- ur, og jafnframt að fá hana byggða með það fyrir augum, að í henni verði með minnstum kostnaði hægt að koma fyrir sýningarsvæði eða leikvangi fyrir íþróttamenn, auk sæta fyrir áhorfendur. Gaman væri að fá álit sérfróðra manna um þetta, hvort það er ekki mögulegt, því að með þessu móti einu virðist vera von um að koma upp nothæfu sýningarhúsi. R. I. IÞRÓTTIR 11

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.