Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 13

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 13
ur. Ásmundur og Örn voru þá báð- ir undir 50 sek. Öm hefur nægar afsakanir, þótt hann hafi ekki hlaupið þessa vegalengd nema einu sinni þetta sumar. Hann hefur þess utan alveg nóg á sinni könnu. En um Ásmund og marga fleiri, sem gætu orðið ágætir 400 m.-menn, er það að segja, að þeir eigna þess- ari grein ekki næga ræktarsemi. Um aðra þama á skránni er það að segja, að Ingi er í framför, en gagnstætt með Svein. Tími Hauks gefur ekki rétta hugmynd um getu hans, en hann náði honum í hvössu veðri 1 tugþraut. Hreiðar, Hermann, Rafn og Þor- valdur tóku allir framförum, en hins vegar er Eggert rúmri sek. lakari en 1950 (52.0 þá). 800 metra lilaup: Guðmundur Lárusson, Á...........1:54.6 SigurSur GuSnason, l.R..........1:59.8 HreiSar Jónsson, K.A............2:00.8 Eggert Sigurlásson, Týr.........2:02.7 Stefán Gunnarsson, Á............2:03.8 Einar Gunnlaugsson, Þór, Ak. . . 2:04.2 Rafn SigurSsson, Týr............2:04.3 ASalgeir Jónsson, K.A...........2:05.5 GuSfón Jónsson, Á...............2:05.5 HörSur GuSmundsson, Umf. Kv. . 2:05.9 Þeir tveir, sem fremstir voru á þessari skrá sumarið 1950, Magnús Jónsson og Pétur Einarsson, vom nú báðir erlendis og kepptu hvor- ugur. Guðmundur tók miklum fram- förum og er árangur hans ágætur, þótt mönnum dyljist hins vegar ekki, að hann getur átt eftir að gera enn betur. Eftir keppni hans við Robert Chambers s.l. sumar, er enginn vafi á, að hann er með beztu 800 m. hlaupurum í heimi, og með góðri þjálfun ætti honum að vera opin leið inn í úrslit Ól- ympíuleikanna. Sigurður skauzt undir 2 mín. og þar með í 8. sæti íslendinga. E. t. v. er þessi vegalengd þó of stutt fyr- ir hann, og ekki er ólíklegt, að 3000—5000 m. komi til með að hæfa honum bezt. — Afrek Hreið- ars er prýðilegt, og nýtt drengja- met. Hann er orðinn ágætur hlaup- ari allt frá 400 m. upp í 3000 m. hindrunarhlaup og í svipinn er ómögulegt að segja, hvar hann staðnæmist. Eggert Sigurlásson er í fjórða sæti að þessu sinni. Langt er síðan hann komst í röð beztu millivega- lengahlaupara okkar, en hann hef- ur staðið í stað og þó heldur farið aftur. En nú þarf Eggert að taka á sig rögg. Hann getur ef hann vill komizt miklu neðar. „En enginn verður óbarinn biskup“, og vissu- lega þarf að leggja mikið á sig til að ná góðum árangri, en það er líka sárgrætilegt að sjá góðan efni- við langt frá því takmarki, sem hann gæti náð. Þá kemur Stefán Gunnarsson, okkar ágæti langhlaupari. Hans bíða næg verkefni á lengri vega- lengdum, enda á hann þar líka betur heima. Á eftir Stefáni kemur svo hópur ungra manna, sem framtíðin á vonandi eftir að lyfta ennþá ofar á mælikvarða íþróttanna. Það væri ekki úr vegi að reyna að skýra nokkuð styrkleikahlut- föllin milli nokkurra fremstu 800 IÞRÓTTIR 15

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.