Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 19

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 19
Heimsmeistarar í skák VII: DR. MACHGIELIS EUWE 1935—1937. Eftir því sem dregur að Ólym- píuleikunum verða deilurnar um skýrgreininguna á áhugamannin- um æ háværari. Af þessum deilum og kröfunum um þátttökurétt til handa atvinnumönnum í þessum íþróttahátíðum, eiga leikir ekki erfitt með að gera sér í hugarlund, að iðkendur líkamlegra íþrótta skiptast í 2 andstæða flokka. Hin eðla íþrótt, skáklistin, þekk- ir ekki slíka skiptingu. í skák- keppnum er engum legið það á hálsi, að hann hafi sitt lífsviður- væri af skákiðkunum sínum. Aftur á móti fer ekki hjá því, að nokkr- um ljóma sé varpað á árangur þeirra, sem þrátt fyrir annir ann- ara skyldustarfa komast í fremstu röð. Dr. Max Euwe er fæddur í bæn- um Watergraafsmeer, sem nú er eitt af úthverfum Amsterdam í Hollandi, þ. 20. nóv. 1901. For- eldrar hans voru vel efnuð og var hann fljótlega settur til mennta. Strax í bemsku tók að bera á ein- stökum skákgáfum hans og 10 ára tók hann þátt í jólaskákmóti (4. flokki) og vann hverja skák. — Framfarir hans voru stöðugar og jafnar, hann kom aldrei fram á sjónarsviðið eins og hvirfilvindur né ávann sér frægð á svipstundu, eins og flestir fyrirrennarar hans. IÞRÓTTIR Hann varð efstur í 2. fl. 1915 og sótti jafnt og þétt á og varð efst- ur í 1. fl. 1919. Sama ár varð hann 2.—3. á hollenzka meistaramótinu og síðar sama ár fór hann til fyrsta alþjóðaskákmóts síns, er hann varð 4. í Hastings. Samtímis hafði hann lokið • menntaskólanámi og hafið há- skólanám í stærðfræði 1919. Engu að síður gaf hann sér alltaf við og við tíma til að taka þátt í nokkrum mótum og auka reynslu sína og þekkingu, með einvígum við helztu skákmeistarana. Skák- meistari Hollands varð hann 1920 og hefur haldið þeim titli til þessa dags og sama ár markar innreiö hans í fremstu röð skákmeistar- anna. Næstu árin gat hann þó ekki leyft sér að sinna skákinni nema í leyfum, en eftir að hann hafði tek- ið doktorsgráðu í fræðigrein sinni 1926, varð þátttaka hans í meiri háttar mótum æ tíðari. Um áramótin 1926—7 tefldi hann einvígi við Alekhine, sem nokkrum mánuðum síðar hreppti heimsmeistaratitilinn af Capa- blanca. Eftir harða baráttu sigr- aði Alekhine með 1 vinning yfir ( + 3, -=- 2, =5) og var Euwe eftir það viðurkenndur stórmeistari. í jólamótinu í Hastings 1930 varð hann efstur, fyrir ofan Capablanca, 21

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.