Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 30

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 30
16—17 ára unglingum tækifæri til að spreyta sig gegn frægustu landsliðsmönnum annarra liða. Portsmouth hefur í vetur teflt fram 6 eða 7 slíkum, sem gefa þeim föstu ekkert eftir. Staðan er ■ nú þessi: Manch.Utd. 31 17 8 6 66-41 42 Arsenal 31 16 8 7 62-45 40 Portsmouth 31 17 6 8 54-42 40 Newcastle 30 14 7 9 77-50 35 Preston 31 13 810 57-42 34 Tottenham 31 14 611 54-47 34 Aston Villa 31 14 611 55-51 34 Bolton 31 13 810 48-49 34 Wolves 31 1111 8 62-47 33 Burnley 31 12 910 48-42 33 Manch. City 31 12 9 10 49-44 33 Blackpool 31 13 711 48-48 33 Charlton 31 13 711 55-56 33 Liverpool 31 914 8 42-42 32 Derby C. 31 11 6 14 50-56 28 Sunderland 30 10 713 49-50 27 W. B. A. 30 810 12 53-62 26 Chelsea 30 10 5 15 40-51 25 Stoke City 31 9 517 36-67 23 Middlebro 29 8 417 41-71 20 Fulham 31 6 718 45-60 19 Huddersf. 31 6 619 36-61 18 í 2. deild hefur verið breytt út af venjunni, sem hefur verið sú, að eftir því sem líður á leiktíma- bilið, dregur æ meir í sundur með duxum og fuxum, en síðustu vik- urnar hefur „vígsvæðið" þrengst. Um það leyti sem síðasta hefti kom út, var það 17 stig, en nú eru 12 stig aðeins milli efsta liðs og neðsta. Venjulega eru nokkuð skýr mörk milli fallhættu og sigur- möguleika, en nú bregður svo við, að lið, sem ef til vill mætti segja, að hefðu möguleika á að komast upp, eins og miðlungsliðin, eru ekki langt frá að vera í fallhættu. Nott- ingham Forest, sem í vor sigraði í 3. deild syðri, er nú efst með 36 stig eftir 31 leik, en síðan koma Cardiff City, Sheffield Wednesday og Leicester City með 35 og Bir- mingham og Leeds United með 34. í neðstu sætunum eru Doncaster Rovers með 27, Bury 26, Coventry 25, Hull City og Queens Park Ran- gers með 24. Furðulegastur hefur verið ferill Blackburn Rovers, sem eftir fyrstu 16 leikina var með 6 stig, en hefur í næstu 16 fengið 25 stig og aðeins tapað 2 leikjum. Að auki hefur því vegnað vel í bikarkeppninni, selgið út Nottingh. Forest og Hull City. En umskiptin hafa verið dýru verði keypt, því að þegar útlitið var sem verst, voru keyptir 2 innherjar, er hafa gerbreytt liðinu, Nightingale frá Huddersfield og Quigley frá Preston fyrir 20.000 st.pund hvor. Spánn. Real Madrid, sem nú leiðir í spænsku deilda- keppninni með 29 stig, einu stigi á undan Barcelona og 2 á undan Atletico Madrid, hefur stofnað til alþjóðlegs knattspymu- móts í Madrid síðast í marz með þátttöku Norrköpings-Kamratema frá Svíþjóð, Intemazionale frá Ítalíu, liði frá Uruguay, auk síns eigin liðs. 32 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.