Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 11

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 11
ingar leyfi ég mér að efast nokk- uð, því það er fyrst og fremst á valdi yfirtímavarðar í það og það skipti að úrskurða tímann, en ekki Höröur Haraldsson og Haukur Clausen. til þess ætlazt, að stjórn FRÍ geti þegar henni sýnist gert breytingar að eigin geðþótta, eitthvað út í loftið. Annars ætlar að ganga illa að venja þá, sem stjóma hinni ísl. íþróttahreyfingu, af ýmsum sauð- kindarlegum háttum, eins og þess- um, því svona tortryggni í garð mótastarfsmanna gerir íþrótta- hreyfingunni mikið ógagn. Það er ekki gott að skera úr því, hver hafi verið beztur af þessum spretthlaupurum sumarið 1951. Hörður er þeirra jafnbeztur og með glæsilegastan feril að baki eftir þetta sumar, þótt honum tæk- ist aldrei að hreppa 10.7 í löglegu veðri. Annars hljóp Hörður fjór- um sinnum á 10.8, þrisvar á 10.9 og einnig tvisvar á 10.7 í meðvindi. Þar. að auki sigraði hann svo í báð- um spretthlaupunum (100 og 200 m.) í landskeppninni í Osló. Hörð- ur tapaði tvisvar fyrir íslenzkum 100 m. hlaupara s.l. sumar: Fyrir Hauk í Uppsölum, og hlutu þá báð- ir sama tíma, 10.9, og fyrir Finn- birni 20. júlí, einnig báðir á 10.9. Þetta gefur til kynna mjög mikinn styrkleika hjá Herði. Haukur varð meistari á 10.7 — eftir harða keppni við Ásmund, er hlaut sama tíma. Þá hlaut hann 10.4 og 10.5 í meðvindi og einnig nokkrum sinnum 10.8 og 10.9. Hann tapaði einu sinni, fyrir Ás- mundi 20. júlí. — Ásmundur hlaut fjórum sinnum 10.8, þrisvar 10.9 og einu sinni 10.7, en tapaði þá fyrir Hauk eins og áður er um get- ið. — Örn hljóp þetta sumar að- eins tvisvar undir 11.0 í löglegu veðri, en vitanlega gefur það alls ekki rétta hugmynd um styrkleika hans. Þá kemur okkar ungi og efnilegi Alexander. Hann fékk 11.8 í fyrstu keppninni sinni, en tók svo stöðug- um og öruggum framförum. Hann hljóp f jórum sinnum á 11.1 og einu sinni á 11.0. Þar að auki sigraði hann svo á Norðurlandadrengja- mótinu í Sandviken, og varð ísl. drengjameistari á 10.9 í nokkrum meðvindi. Alexander náði sínum bezta tíma í sama hlaupi og Finn- bjöm hljóp á 10.7, og var þá 2^2 —3 m. á fetir. Þegar FRÍ breytti svo tíma Finnbjarnar, var líka tími Alexanders úrskurðaður 11.1 á sama hátt. Pétur Fr. Sigurðsson tók mikl- 13 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.