Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 10

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Blaðsíða 10
Kristján Ingólfsson: Afrekaskrá Islendinga í frjálsíþróttum árið 1951. Það er gamall og gegn siður að staldra af og til við á lífsleiðinni og horfa yfir farinn veg, athuga gang mála og leitast við að byggja rökfastar ályktanir á þessum at- hugunum sínum. íþróttaárið 1951 varð íslending- um fyrir margra hluta sakir eftir- minnilegt. Stórir hlekkir bættust í sigurkeðju íslenzkra íþrótta- manna og hróður þeirra barst víð- ar um heim en áður. — En gam- alt máltæki segir, að vandasam- -ara sé að gæta fengins f jár en afla, og þetta verða forystumenn íþróttahreyfingarinnar jafnan að hafa í huga, svo að áfram haldi að vaxa orðstír sá, er farið hefur af íþróttamönnum okkar hin síð- ari ár. En allt gengur af sér og eins er það með íþróttamennina. Aðeins lítinn hluta ævi sinnar standa þeir á hátindi hvað afreks- getu snertir, og því verður stöð- ugt að hafa vakandi auga á nýj- um mönnum til að fylla í skörðin, svo að jafnan sé sigurvænlegt lið til fyrir hendi. Og þetta á ekki hvað minnstan þáttinn í því, að íþróttirnar nái því takmarki sínu að ná til fjöldans, því margan ungan manninn dreymir um met- orð á íþróttasviðinu, auk þess, sem löngunin til hressandi hreyfingar fær útrás í íþróttunum. Afrek íslendinga í frjálsum íþróttum á því herrans ári 1951 voru á flestum sviðum ágæt, jafn- vel þótt að undanskilin sé hin margtönglaða setning: „miðað við fólksfjölda“. Að vísu ber ekki að leyna því, að á stöku stað er um afturför að ræða, en víða er einn- ig framför og yfir því ber að gleðjast. Hér birtast svo 10 beztu afrek íslendinga 1951 í greinum frjáls- íþrótta. 100 metra hlaup: Finnbjörn Þorvaldsson, I.R.........10.7 Haukur Clausen, I.R................10.7 Ásmundur Bjarnason, K.R............10.7 HörSur Haraldsson, Á...............10.8 örn Clausen, l.R...................10.8 Alexander SigurSsson, K.R..........11.0 Pétur Fr. SigurSsson, K.R..........11.0 Torfi Bryngeirsson, K.R............11.1 Grétar Hinriksson, Á...............11.1 Gudmundur Lárusson, Á..............11.1 Finnbjörn náði árangri sínum á innanfélagsmóti 28. júlí, og hafði þá enginn neitt við tímann að at- huga. Því kom það yfir marga eins og skollinn úr sauðarleggnum, þeg- ar fréttist, að stjórn FRÍ hefði mörgum mánuðum síðar breytt tímanum í 10.8. Enginn veit um rök ,,FRÍ-stjórnar“ í þessu máli. enda munu þau vera mjög torskil- in. En um réttmæti þessarar breyt- 12 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.