Allt um íþróttir - 01.03.1952, Qupperneq 2
Ég vil byrja þetta bréf mitt með
því að þakka blaðinu skemmtilegt
efni, sem það hefur flutt síðan það
hóf göngu sína. Mér finnst, að það
mætti kynna meir erlenda íþrótta-
menn en það hefur gert undanfar-
ið. Ég persónulega vildi kynnast
hlaupururmm Rudolf Harbig, Gun-
der Hagg, Harold Davis, Arne An-
dersson, Lovelock. Ég tel þessa
menn hafa skarað svo fram úr,
að íþróttamenn geti lært margt af
þeim og þá einkum „langhlaupar-
arnir“. Væri þá helzt að geta um
fyrstu kynni þeirra af íþróttum,
og hvað einkcnndi þá mest, t. d.
skaplyndi þeirra, hvernig þeir hög-
uðu hlaupinu, t. d. hvort þeir byrj-
uðu geyst eða höfðu hraðan enda-
sprett. Þetta er mín tillaga, en
auðvitað er það aukaatriði, hvað
ég vil í þessu sambandi, en eitt er
víst, að margir eru á sama máli
og ég um þennan hátt. Einnig fer
vel á því að kynna ýmis héruð á
sviði íþróttanna, eins og í síðasta
blaði. Vil ég gera það að tillögu
minni, að í næsta blaði verði Hafn-
arfjörður tekinn og íþróttamenn
hans. Hafnfirðingar hafa og eiga
marga menn, sem reynzt hafa
hættulegir íþróttamönnum okkar
höfuðstaðarbúa. Þætti mér matur
í að birt yrðu drengjametin og met
hinna fullorðnu sitt í hvoru lagi,
þar sem að íþróttamenn þeirra eru
það sterkir, að maður fær enga
hugmynd um getu drengjanna,
nema með metaskrá þeirra sér. Ég
vænti þess fastlega, að þessi grein
komi í febrúarblaðinu og síðan
verði haldið áfram með þessa
kynningarstarfsemi.
Með íþróttakveðju,
K. V.
Við þökkum K. V. fyrir hans
ágætu ábendingar og skulum
reyna aö verða við óskum hans
að einhverju eða öllu leyti.
H. R. leggur fyrir okkur eftirfar-
andi spurningar:
I. Hver er núverandi íslands-
meistari í 100 og 200 m. hlaupi
kvenna og hver er tíminn?
2. Hvað kaupa margar stúlkur
„Allt um íþróttir"?
3. Hvað heitir formaður Í.R.?
Svör:
1. Sú heitir Sesselja Þorsteins-
dóttir, K.R., og hljóp hún 100 m.
á 13.1 sek. og 200 m. á 28.1 sek.
2. Þessari spurningu getum við
því miður ekki svarað. Þær eru
frekar fáar stúlkurnar, sem eru
fastir áskrifendur að ritinu, en
ekki höfum við hugmynd um, hve
margar kaupa það í lausasölu. Það
vantar líklega spennandi fram-
haldssögu til þess að kvenþjóðin
fái áhuga á ritinu.
3. Hann heitir Gunnar Stein-
dórsson.
38
IÞRÓTTIR