Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 3

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 3
ALLT U M ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR DG ERLENDAR ÍÞRDTTIR RITSTJÓRAR : RAGNAR INGÚLFSSDN □□ QRN EIÐSSQN ÁBYRGÐARMAÐUR: GÍSLI ÁSMUNDSSQN UTANÁSKRIFT: TÍMARITIÐ ÍÞRQTTIR, DRÁPUHLÍÐ 32 2. HEFTI MARZ III. ÁRG. Um þessar mundir eru aðeins þrír og hálfur mánuður þar til Ólympíuleikarnir í Helsingfors hefjast. Á þessari íþróttahátíð keppa margar þúsundir íþrótta- manna og kvenna, og allt bendir til þess að keppendur verði frá fleiri löndum en verið hefur áður. Með fullri virðingu fyrir þeim löndum, sem staðið hafa fyrir Ól- ympíuleikum, er óhætt að full- yrða, að Ólympíuleikarnir 1952 munu skipa veglegan sess í sög- unni. Finnar hafa hingað til verið annálaðir fyrir vel skipulögð íþróttamót, og svo mun og verða nú. Við íslendingar höfum nú þegar tilkynnt þátttöku í leikunum, en óráðið mun ennþá í hvaða grein- ar keppendur verða sendir. í hæsta lagi verða sendir keppendur í þrjár greinar, þ. e. frjálsíþróttir, sund og knattspyrnu. Þessa dagana er deilt hart um það, hvort senda eigi knattspyrnulið og eru menn ekki á eitt sáttir í því efni, eins og við er að búast. Ekki er hægt að neita því, að knattspyrnumennirnir eiga það að mörgu leyti skilið að kom- ast á leikana, og eftir frammistöðu þeirra í fyrra, þar sem þeir unnu Svía 4:3, en töpuðu fyrir Norð- mönnum 1:3 á grasvelli, er alls ekki víst að útkoman yrði svo óhugnanleg í Helsingfors. Ef Ól- ympíunefndin treystir sér til að afla nægra peninga til að senda knattspyrnulið, tíu frjálsíþrótta- menn og fjóra til fimm sundmenn ásamt öðru fylgdarliði, hví ekki að gera það? Vonandi verður það hægt, en þá verða líka allir að æfa af alúð og kostgæfni og nota vel þennan stutta tíma, sem eftir er til leik- anna. IÞRÓTTIR 39

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.