Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 4

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 4
 am „Slík starfsemi er mikils virði þjóð, sem er að reyna að rífa sig úr logni og kyrrstöðu til lifandi lífs og áhuga.“ Vt Svo ritaði hinn veldis um íþrótta- j mæli þess 1932, en þá var hann sendiherra í Dan- Gunnar Steindórss. niörku Í.R. var stofnað 1907 eða nánar tiltekið 11. marz það ár, og hefur því starfað í 45 ár samfleytt. í til- efni af því átti ritstj. tal við nú- verandi formann þess, Gunnar Steindórsson framkvæmdastjóra, sem mæltist á þessa leið: „Það var norskur maður, And- reas J. Bertelsen, núverandi stór- kaupmaður í Reykjavík, sem var aðalhvatamaður að stofnun félags- ins og formaður þess fyrstu fjög- ur árin, auk þess sem hann var einnig fyrsti kennari þess. Einkum lagði hann áherzlu á kerjnslu í fimleikum og frjálsíþróttum og er talið, að fyrstu áhöld til útiíþrótta hafi flutzt inn á vegum félagsins á þessum árum, svo sem kringla, spjót, kúlur og stökkstengur. Hélt Í.R. fyrsta frjálsíþróttamót eftir alþjóðareglum árið 1909 og árið eftir sýndi úrvalsflokkur karla fimleika í barnaskólaportinu að viðstöddum 900 áhorfendum. Var þeirri sýningu mjög vel tekið og ritaði Björn Jónsson ritstjóri m. a. svo um hana í ísafold: Ekki hef ég lifað ánægjulegri dag langar stundir en sunnudagin var og ég var meira en lítið hreykinn af að vita þá vera landa mína, hina rösku, fimu og þróttmiklu ungu menn, sem léku listir sínar fyrir almenningi, svo fjörlega og skipu- lega. Já, Í.R. hóf starfsemi sína af miklum krafti undir forystu Ber- telsens, og félögum fjölgaði stöð- ugt ár frá ári og var jafnvel fyr- irhugað að fjölga íþróttagreinum. Sund hafði verið iðkað og nú var ætlunin að koma lífi í knattspyrn- una, og má lesa í gjörðabókum fé- lagsins eftirfarandi klausu: Sam- þykkt að fá Fótboltafélag Reykja- víkur (nú K.R.) til að æfa knatt- spyrnu! Þessi samþykkt hefur væntanleg'a haft tilætluð áhrif, en ekki tóku ÍR-ingar þó til við knatt- spyrnuæfingar, en lögðu mikla rækt við fimleikana og áttu marga sýningarflokka, karla og kvenna, og má geta þess, að á fyrstu 25 árunum sýndu þeir alls 140 sinn- um hérlendis, auk þess sem þeir sýndu bæði í Noregi og Svíþjóð 40 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.