Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 8
Kristján Ingólfsson:
Afrekaskrá Islendinga í frjálsíþróttum
árið 1951.
110 m. grindalilaup:
örn Clausen, I.R.................. 14.7
Ingi Þorsteinsson, K.R.............15.0
Haukur Clausen, l.R................15.8
Rúnar Bjarnason, I.R...............17.0
Bjarni Linnet, Ármann ......... 17.0
Valdimar örnólfsson, I.R...........17.1
Tómas Lárusson, Umf. Afturelding 17.3
Eggert Sigurlásson, Týr............17.8
Rúnar GúSmundsson, Umf. Vaka . 17.9
Ólafur Þórarinsson, F.H............18.1
Loksins skauzt Öm undir 15 sek.
og tók nú greinilegum framförum.
Tími hans skipar honum í hóp
beztu grindahlaupara Norðurlanda.
Annars er ekki loku fyrir það skot-
ið, að Örn eigi eftir að fara neðar.
Það hefur ræzt vel úr Inga Þor-
steinssyni. Það mun fáa hafa grun-
að, þegar hann hóf æfingar, lang-
ur og lingerður unglingur, að inn-
an nokkurra ára yrði hann orðinn
okkar næstbezti grindahlaupari,
á tíma, sem myndi sóma sér hvar
í heiminum sem væri. Annars hef-
ur sannazt hið fornkveðna á Inga,
að „æfingin skapar meistarann".
Hann hefur með framförum sín-
um sýnt það og sannað, hversu
langt er hægt að ná, ef vilji og
einurð er fyrir hendi. Annars
skortir Inga ennþá hraða, og hon-
um þarf hann að reyna að ná betri,
þá má búast við að hann fari nið-
ur úr öllu valdi, því að stíl hefur
hann mjög góðan.
Haukur Clausen kemur næstur.
örn Clausen og Ingi Þorsteinsson sigra
í 110 m. grindahlaupi í Osló 1951.
Hann hljóp þessa vegalengd nú að-
eins einu sinni, þ. e. í tugþraut
Reykjavíkurmeistaramótsins. Ef
til vill eru tímarnir helzt til of
góðir, því að vindur mun hafa ver-
ið 2—3 vindstig. — Þá er Rúnar
Bjarnason. Sama sagan með hann
og Hauk, hljóp vegalengdina að-
eins einu sinni, en það er auðvitað
allt of sjaldan, ef einhver árangur
á að nást. Bjarni Linnet og Valdi-
mar Örnólfsson, drengjameistar-
inn, tóku framförum. Þessir menn
44
IÞRÓTTIR