Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 9

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 9
geta eflaust betur, sérstaklega þó Valdimar, en hann er einkar efni- legt fjölþrautarmannsefni. ■ Tómas Lárusson, hinn vinsæli tugþrautarmaSur úr Mosfellssveit- inni, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann æfir jafnan lítið, en kemur þó af og til hingað til Reykjavíkur og keppir í tug- þraut, og stendur sig ávallt hið bezta. Grindahlaupsgeta hans er undraverð, þegar tillit er tekið til þess, að þessi maður á þess engan kost að æfa grindahlaup í sínum heimahögum og sér ekki grindur, nema þegar hann kemur hingað til bæjarins til keppni. — En hvemig væri það, Tómas, að æfa vel í sum- ar og sjá þá, hvort lengi þarf að bíða uppskerunnar? Þeir, sem næstir koma, eru all- ir nýliðar' í þessari grein, og er ár- angur þeirra eftirtektarverður. 400 m. grimlahlaiip: örn Clausen, I.R..................54.7 Ingi Þorsteinsson, K.R............56.1 Eggert Sigurlásson, Týr...........59.9 GarSar Ragnarsson, I.R.............60.8 Rafn SigurSsson, Týr...............62.2 Einar SigurSsson, K.R.............65.S Björn Jóhannesson, Vmf. Keflav. . . 66.0 Skjöldur Jónsson, K.A..............66.1 Marteinn GuSjónsson, I.R...........66.5 Eiríkur GuSnason, Týr..............67.7 Örn dugði vel, þegar mest á reið og kom mjög á óvart með að sigra í landskeppninni í Osló. Hann var óþekkt stærð í þessari grein, stærð, sem sveik engar þær vonir, er við hann voru tengdar. Eflaust gæti Örn bætt hér árangur sinn mikið, en hann hefur alveg nóg á sinni könnu, þar sem tugþrautin er. Ingi er hér í sömu skorðum og árið áður. Frammistaða hans í Osló var hin bezta, en þar varð hann þriðji. Ef til vill hefði Ingi gert betur, ef hann hefði einhvern tíma fengið næga keppni hér heima. Eggert er nýr maður á þessu sviði. Að hlaupa undir mínútu i fyrsta sinn, sem þessi grein er reynd, er ekki á allra færi, og því er þessi árangur hans mjög eftir- tektarverður. Þeir, sem koma hér á eftir, eru allt nýliðar í þessari grein og flest- ir komungir menn. Vonandi er, að þeir haldi tryggð við þessa grein, sem hingað til hefur verið fremur hunzuð af íþróttamönnum okkar. 3000 m. hindrunarhlaiip: Eiríkur Haraldsson, Árm..........10:12.6 HreiSar Jónsson, K.A.............10:13.8 HörSur HafliSason, Árm..........10:46.4 Rafn SigurSsson, Týr.............10:50.0 GuSmundur Bjarnason, I.R. . . . 11:06.8 HörSur GuSmundsson, Umf. Kv. 11:34.4 í fyrra var í fyrsta skipti keppt í hindrunarhlaupi hér á landi, og í því sambandi útbúin hindrunar- braut hér á íþróttavellinum í Reykjavík. Eiríkur Haraldsson sigraði þeg- ar á fyrsta mótinu, sem keppt var í þessari grein og hélt síðan for- ystunni út sumarið. Þar sem þetta er fyrsta sumarið, sem Eiríkur æfir hlaup, er árangur hans mjög góður. Frameftir sumri stafaði sigri hans ekki hætta frá neinum keppinauta hans hér heima. En á meistaramótinu hljóp Hreiðar Jónsson sitt fyrsta hindrunarhlau IÞRÓTTIR 45

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.