Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 10

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Síða 10
og gerði það svo vel, að það mun lengi í minnum haft meðal þeirra, sem á horfðu. Ekki er gott að segja, hvernig leikar hefðu farið, ef þeir hefðu aftur leitt saman hesta sína á sumrinu, Hreiðar og Eiríkur. Þriðji maður hér er Hörður Hafliðason með mjög sæmilegan árangur, sama er að segja um Rafn Sigurðsson, sem þó vantar enn mjög á þá mýkt, sem hindrunar- hlaupari þarf að hafa til að bera. Þeir Guðmundur og Hörður Guð- mundsson kepptu aðeins einu sinni Eiríkur Haraldsson 46 í þessari grein á sumrinu. Hygg ég, að þeirra bíðri meiri framtíð á sléttri braut en í hindrunar- hlaupinu. Stangarstökk: Torfi Bryngeirsson, K.R............4.32 Kolbeinn Kristinsson, Umf. Selfoss . 3.S0 Bjarni Linnet, Á...................3.60 Jóhannes Sigmundsson, Umf. Hrun. 3.50 Kristleifur Magnússon, Týr .......3.45 Ásgeir GuSmundsson, Umf. ísl. . . . 3.30 Isleifur Jónsson, Umf. Selfoss .... 3.30 FriSrik Hjörleifsson, Týr..........3.30 Bjarni GuSbrandsson, 1.R..........3.25 Baldvin Árnason, l.R..............3.25 Hér er það Torfi, þessi konung- ur íslenzkra stökkvara, sem ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Torfi tók ágætum framförum á sumrinu og stóð sig ávallt hið bezta. I landskeppninni í Osló fór hann yfir 4.30 — og var þá svo nálægt því að fara yfir 4.42, en það hefði verið Evrópumet, að áhorfendur undruðust kaldhæðni örlaganna að láta rána ekki tolla á okunum. Síðan lenti Torfa svo saman við Evrópu-methafann og meistarann, sænska rakarann Ragnar Lundberg. Kepptu þeir þrisvar saman og bar Svíinn tvisv- ar sigur úr býtum, en Torfi einu sinni. En Torfi undi ekki glaður við þessi úrslit, og þegar honum seinna á sumrinu var boðið til Sví- þjóðar m. a. til að keppa við Lund- berg, lók hann boðinu fegins hendi. En þegar Torfi kom til Svíþjóðar var Lundberg þar ekki fyrir — hafði brugðið sér til útlanda. Því var nú miður, því ekki er gerlegt að segja, hvernig samfundum þeirra hefði lyktað. Kolbeinn tekur árlega reglu- IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.