Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 20

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 20
Islenzkir íþróttamenn XV: Svavor Helgason. Tlgangur þessarar greinar er sá, að ég reyni lítils háttar að segja frá sjálfum mér og kynnum mín- um af íþróttunum. Ég er fæddur 18. maí 1931 í Haukadal í Dýrafirði og hef alizt þar upp. Fyrstu verulegu kynni mín af íþróttum voru, er ég fór á frjálsíþróttamót, sem haldið var að Núpi í Dýrafirði; ég var þá 11 ára. Eftir það fór að vakna áhugi á íþróttum meðal okkar drengjanna í þorpinu. Við byrjuð- um að stökkva, þar sem til þess þurfti engin áhöld, en þau áttum við engin. Brátt fórum við þó að reyna að afla okkur þeirra. Var ekki lengi verið að fá kúluna. Var það gömul fallbyssukúla, sem var hol innan. Bræddum við í hana blý, unz hún var orðin hér um bil fullþung. Verr gekk að fá kringl- una og spjótið. Kringlu var ekki hægt að fá, nema að smíða hana sjálfir, reyndu þeir það, sem hag- astir voru, og tókst það að lokum, þó að margar væru skammlífar. Ég minnist þess, að við notuðum steina fyrir kringlu. Voru það kringlóttir steinar, en vont var að finna þá, og eins vildu þeir brotna. Það var auðveldara að útvega sér spjót. Notuðum við lengst af hrífu- skaft, sem við bjuggum til á odd úr jámi. Með þessum tækjum var svo byrjað að æfa, tilsagnarlaust og tækin slæm. Ekki varð árang- urinn góður, þó voru eldri dreng- irnir allgóðir orðnir á okkar mæli- kvarða, eftir nokkurn tíma. Við vorum í þessum æfingum í öllum frítímum okkar. Gengum beint í að kasta og köstuðum kannske í marga klukkutíma, unz við vorum orðnir dauðþreyttir. Við notuðum hvern blett, sem við gátum verið á, því að engan sérstakan völl höfð- um við. Kvað svo ramt að þessu, að bændur í þorpinu litu allt ann- að en hýrum augum á þessa leiki okkar og sögðu, að við skemmd- um fyrir þeim túnin með þessu sparki og látum, og kann að vera, að þeir hafi haft rétt fyrir sér í því. Þetta varð til þess, að við fór- um að reyna að sjá út einhvern blett, þar sem við gætum verið í friði. Varð áareyri fyrir valinu. Byrjuðum við á því að grafa stökk- gryfju. Var það ekki mjög mikil vinna, en verra var að ná í sand í hana. Urðum við að sækja hann' niður í fjöru. Heilan sunnudag unnum við að því að aka sandi á hjólbörum, kófsveittir, en áhuginn eldheitur. Var aðstaðan einkar erf- ið, þar sem við þurftum að fara yfir ána, en engin brú var á henni. Seinna var byggð brú yfir ána. Var hún sett einmitt þar, sem gryfjan okkar var. Þar með fór allt erfiðið til einskis. Sagan end- 56 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.