Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 24

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 24
og Preston. Ráðlegast mun því að gizka á sigur heimaliðsins, 1. Barnsley—Doncaster. Bæði þessi lið leika í II. deild. í síðustu 5 leikjum hefur Doncas- ter staðið sig betur en Barnsley. En fallhættan vofir yfir hjá báð- um liðunum og má því búast við tvísýnum leik. 1X2 Coventry—Sheff. Wednesday. Coventry er í 4. neðsta sæti í II. deild og mun því gera mikið til að fjarlægjast botninn. Sh. Wed- nesday hefur hins vegar mikla möguleika til að fara upp í I. deild. Leikurinn er því tvísýnn. Ráðleg- ast mun að gizka ásigur Sh.W. með jafntefli sem möguleika, þ. e. 2 X Q.P.R.—Leicester. Q.P.R. eru í neðsta sæti í II. deild og mun liðið gera allt til þess að forðast fall. Leicester hef- ur úr síðustu fimm leikjum fengið 5 stig. Vænlegt mun því að gizka á sigur Q.P.R. með jafntefli sem möguleika, þ. e. 1 X Hver réttilega útfyllt röð (aðal- dálkur) telst sjálfstæð getraun og kostar 75 aura. Sigur fyrir það lið, sem fyrr er nefnt (félag nr. 1) er merktur með 1 í vinstri reit að- aldálksins, jafntefli er merkt með' X í miðreit aðaladálksins, sigur fyrir það lið, sem síðar er nefnt (félag nr. 2) er merktur með 2 í hægri reit aðaldálksins. Og þessar tölur og merki verður að skrifa á réttan stað, því að það er reiturinn, sem merkið er skráð í, sem sker úr um ágizkunina. 60 SPREYTTU ÞIG! Sá, sem getur svarað 8 spurn- ingum rétt, hefur góða þekkingu á íþróttum og íþróttamálum. 1. Hvað kepptu margir KR-ingar á Ólympíuleikunum í London? 2. í hvaða íþróttagrein keppir Kjartan Magnússon? 3. Hvað heitir bezti knattspyrnu- maður Finnlands? 4. Hver er núverandi formaður íþróttabandalags framhalds- skóla í Reykjavík? 5. Hvað hlaut Örn Clausen mörg atkvæði í atkvæðagreiðslunni um íþróttamann ársins 1951? 6. Hvað á að lesa úr FDR? 7. Hvar voru Ólympíuleikarnir haldnir 1932? 8. Hvað eiga Islendingar mörg N orðurlandamet ? 9. Á þessu ári eru fimm ár liðin síðan einhver glæsilegasta för ísl. íþróttafélags var farin. Hvaða för var það? 10. Hvað hlupu margir íslending- ar 1500 m. á betri tíma en 4:10.0 s.l. ár? Svör á bls. 71. „Leichtatletik" birti nýlega lista yfir 10 beztu frjálsíþróttamenn í heimi s.l. ár og studdist við heims- afrekaskrána. Útkoman varð sú, er hér greinir: 1. Emile Zatopek, Tékkósl. 2. Robert Richards, U.S.A. 3. Adhemar F. da Silva, Brazilíu. 4. Vladimir Kazanzew, Rússl. 5. Emm. McDonald Bailey, Engl. 6. Richard Attlesey, U.S.A. 7. James Fuchs, U.S.A. 8. George Rhoden, Jamaica. 9. Veikko Karvonen, Finnl. 10. Sverre Strandlie, Noregi, og Herbert Schade, Þýzkal. IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.