Allt um íþróttir - 01.03.1952, Side 27

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Side 27
Keppnin í 3000 m. hindrunar- hlaupi kemur til með að verða ein skemmtilegasta frjálsíþrótta- keppni leikjanna og líklega verð- ur Ólympíumet Finnans Iso-Hollo frá 1936 máð burt. Rússarnir þrír: Kazanzew, Saltikow og Sawenko verða skeinuhættir og eftir öllum sólarmerkjum ætti Kazanzew að sigra örugglega, en hann setti glæsilegt heimsmet í fyrra, 8:49.8. Ekki mun hann samt hljóta titil- inn baráttulaust, því að Segedin, Ungverjalandi, Þjóðverjinn Hel- mut Gude og Blomster, Finnlandi, sem allir eru mjög góðir hindrun- arhlauparar, munu veita honum harða keppni. Svíarnir muna sinn fífil fegri, en þeir fengu alla verð- launamennina í London, og er lík- legt að þeir fái engan núna og jafn- vel ekki mann meðal sex fyrstu. Fáir spáðu sigri Cabrera í mara- þonhlaupinu í London, og hver sigrar í Helsingfors? Flestir gizka sjálfsagt á sigur Japanans Tanaka, sem er með langbeztan tíma s.l. ár, en hæpið er að miða við tíma í þessu hlaupi, þar sem oft er hlaup- ið við ólík skilyrði. Karvonen verð- ur sjálfsagt mjög skeinuhættur og Bretar tengja miklar vonir við hina nýju stjörnu sína, Johnny Peters. Boðhlaupin vinna Bandaríkaj- menn örugglega, en keppnin um hin úrslitasætin verður mjög hörð og sérstakan áhuga höfum við á 4X100 m., en ekki er alveg úti- lokað, að hún næði takmarkinu, þ. e. ef skiptingar verða æfðar vel — og af hverju ekki að gera það nú einu sinni? Sundmót Í.R. Sundmót Í.R. fór fram í Sund- höllinni 2. apríl s.l. — Helztu úrslit urðu þessi: 200 m. skriSs. karla: Ari Guðmunds- son, Æ. 2:20.4, Pétur Kristjánsson, Á. 2:21.0. 100 m. baks. drengja: örn Ingólfsson, I.R. 2:27.7, Sigurður Friðriksson, UMFK 1:34.4. 200 m. bringusund: Kristján Þórisson, UR 2:54.4, Sigurður Þorkelsson, Æ. 3:- 07.5. 100 m. baksund: Hörður Jóhannesson, Æ. 1:17.3, Rúnar Hjartarson, Á. 1:23.8. Hörður vann til eignar bikar þann, sem Jónas Halldórsson gaf til keppni í þess- ari grein. 100 m. bringus. kvenna: Þórdis Árna- dóttir, Á. 1:31.8, Guðný Ámadóttir KFK 1:40.2. 100 m. bringus. drengjœ Jón Magnús- son, I.R. 1:25.5, Sigurður Eyjólfsson, KFK 1:27.5. 100 m. skriSsund drengjœ Gylfi Guð- mundsson, I.R. 1:06.7, Sverrir Þorsteins- son, UMFÖ 1:09.2. 50 m. skriSsund kvenna: Helga Har- aldsdóttir, K.R. 34.6, Inga Árnadóttir, KFK 35.4. 50 m. bringus. telpna: Hildur Þor- steinsdóttir, Á. 44.3, Guðný Árnadóttir, KFK 44.6. 3 X100 m. þrísund: Ægir 3:42.2, Ár- mann 3:52.5, I.R. (dr.sv.) 4:00.2, sem er nýtt drengjamet. — Ægir vann til eignar bikar, sem Formannafélag I.R. gaf á sínum tíma. Franski sundkappinn Alex Jany var nýlega á ferð í Svíþjóð. Hann keppti m. a. við Göran Larsson og sigraði hann í 100 m. á móti í Upp- sala. Tíminn var 58.4 og 58.5. — í 50 m. hafði Larsson betur. IÞRÓTTIR 63

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.