Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 30
Orðið er laust:
Hvers eiga knattspymumenn okkar
að gjalda?
Undanfarnar vikur hefur eitt af
helztu umræðuefnum eins af dag-
blöðum höfuðborgarinnar verið,
hvort tækt sé að senda knatt-
spyrnulið héðan til Helsingfors í
sumar. Er hér um að ræða dag-
blaðið Vísi, sem hóf þessar (á tíð-
um mjög skemmtilegu) umræður
með hugleiðingum frá eigin brjósti
um óhæfni íslenzkra knattspyrnu-
manna. Eins og við var að búast
skiptust menn í tvo andstæða
flokka, með og móti. Til þessa virð-
ist sá síðarnefndi hafa haft öllu
betur í viðureigninni, enda fleiri
snúizt ásveif með þeim málstað.
En hvers eiga knattspyrnumenn
vorir að gjalda? Hvergi hefur ból-
að á að menn hafi gripið neitt æði
og ruðzt út á ritvöllinn til þess að
lýsa vandlætingu yfir fornum óför-
um eða nýafstöðnu eða væntanlegu
„flani“ skíðakappanna ellegar
frjálsíþróttastjarnanna? Hvergi
heyrðist þess getið, að von væri á
betri árangri í Noregi í vetur en
náðist í Sviss fyrir fjórum árum,
og fór þó ekki dult, að ætlunin
væri að senda enn fleiri „til lær-
dóms og þekkingarauka". Ekki
hefur enn heyrzt, hve margir af
frjálsíþróttamönnunum muni send-
ir til Finnlands í sumar, og þó hef-
ur ekki enn hafizt nein herferð
fyrir fækkun væntanlegra þátttak-
enda á því sviði. Eða gera menn
ráð fyrir að slíkt sé sjálfgert, þeg-
ar bakteríur og dómstólar leggj-
ast á eitt til að höggva þar stór
skörð?
Eða man enginn ferðirnar til
Berlín og London? Eða sigrana
yfir Finnum og Svíum og öðrum
sambærilegum árangri, sem knatt-
spyrnulið íslenzk hafa náð á und-
anförnum árum? En hver er orsök
þess, að fremur er á loft haldið
ósigri 2 félaga (lélegustu félag-
anna á síðasta Islandsmóti) fyrir
atvinnumannaliði (í fullri þjálfun)
suður í Koblenz en stærsta íslenzka
knattspyrnusigrinum, yfir Svíum í
sumar sem leið?
En er ekki óhætt að treysta for-
ystumönnum knattspyrnumálanna
að taka þær ákvarðanir í þessu
máli, sem þeir sjá réttastar og
farsælastar á sama hátt og almenn
eining virðist vera um að treysta
forystumönnum sund- og frjáls-
íþróttamálanna til þess hjá sér?
Hvers vegna ekki? S. G.
BOTVINNIK — frh. af bls. 53:
hverju er styrkur hans fólginn?
Járnharður sjálfsagi, óþreytandi
baráttuvilji, ísköld ró, næstum
óskeik rökvísi, síðast en ekki sízt
er sjálfstraust, sem hann á sam-
merkt um við fyrirrennara sína í
hásætinu.
66
IÞRÓTTIR