Allt um íþróttir - 01.03.1952, Page 33
Ármann og Fram íslands-
meistarar í handknattleik.
Nýlokið er Meistaramóti íslands
í handknattleik. Úrslit urðu þau,
að í meistaraflokki karla sigraði
Ármann, en í meistarafl. kvenna
Knattspyrnufél. Fram. Keppnin
um hin sætin í A-deild varð mjög
hörð, en neðsta félagið átti að fær-
ast niður í B-deild. í byrjun álitu
flestir, að Í.R. væri örrugt B-deild-
arlið næsta ár, en ÍR-ingar hristu
af sér slyðruorðið og unnu tvo síð-
ustu leikina. Röðin varð því: Ár-
mann, Valur, Víkingur, Fram, Í.R.
og K.R. Afturelding vann B-deild-
ina. —
Sigurvegarar í öðrum flokkum
urðu:
1. fl.: Valur.
2. fl.: Víkingur.
3. fl.: Fram.
2. fl. kvenna: Þróttur.
Skíðamót
Reykjavíkur.
Reykjavíkurmeistarar urðu
þessi:
Svig: Stella Hákonardóttir, K.R.
og Ásgeir Eyjólfsson, Á.
Brun: Karen Magnúsdóttir, K.R.
og Ásgeir Eyjólfsson, Á.
Stökk: Hafsteinn Sæmundsson,
Í.R.
Tvíkeppni: Ásgeir Eyjólfsson.
Svíþjóð.
Per-Olof Östrand, sem
aðeins er 21 árs, setti
fyrir skömmu sænskt
met í 400 m. skriðsundi á 4:35.7.
Gamla metið átti hann sjálfur og
var það 4:37.4.
Roland Nilsson, kúluvarparinn
sænski, sem sigraði Gunnar Huse-
by tvisvar hér í Reykjavík fyrir
nokkrum árum, dvelur nú í Banda-
ríkjunum við nám. Hann hefur ný-
lega varpað kúlunni 16.35 m.
Noregur:
Meistaramótið í stökk-
um án atrennu fór ný-
lega fram. Per Stavem
vann langstökk með 3.30 og Helge
Christensen hástökk með 1.57.
Bretland.
[22 Bikarkeppnin enska er
KáKSS nú komin það langt á-
leiðis, að farið er að sjá
fyrir endann. Er nú aðeins um tvo
möguleika að ræða með úrslita-
leikinn. Þegar þetta er ritað hefur
Newcastle tryggt sér aðild að hon-
um annað árið í röð, en andstæð-
ingur þess verður annaðhvort Ar-
senal eða Chelsea.
Blackbum féll úr í undanúrslit-
um fyrir Newcastle í annari til-
IÞRÓTTIR
69