Saga: missirisrit - 01.12.1927, Qupperneq 20
152
S AGA
Duttu sum brotin ofan á gólfið og geröu skarkala, en
myndin datt af rúmgaflinum, ofan yfir höfuðiö á Díu og
gerSi alt í einu: hræddi hana, meiddi og vakti hana. ÞaS
var líkast því sem hún vaknaSi meö andfælum eftir afar
óþægi'legan draum. Hún rak upp hljóö, greip myndina
tveim höndum, lagöi hana aö brjósti sér og grét beisk-
lega. Á sarna augnabliki og myndin snerti hana, þá
mundi hún til sjálfrar sinnar, og á sama augnabliki hvarf
iö dularfulla, ástríSuríka vald, sem Fred haföi náS yfir
henni. Silkistafirnir stóSu bjartari fyrir hugskotssjón-
um hennar, þarna í myrkrinu, en þótt öll heimsins ljós
heföu skiniS á myndina.. Og hún sá sjálfa sig í líking-
arfullri sannleiksskuggsjá, sem sýndi hana i mynd vesa-
lings fiSriIdis, sem flaug mitt í sóliskini lífsgleöinnar í dul-
inn en ógurlegan köngurlóarvef einhvers glæframanns. Og
nú beiS -köngurlóin aS eins eftir þvi aö stökkva á hana
og sjúga úr henni blóSiS, þar sem hún lá fjötruö og föst
i vefnum.
“Eigi leiS þú oss í freistni,
heldur frelsa oiss frá illu.”
Hún tautaöi oröin í ekkakendum rómi, hálf hátt fyrir
munni sér. Á 'þessari örstuttu angursstund afturhvarfs-
ins, flaug liSin æfi henni fyrir sjónir. Hún sá og heyröi
móöurina ilátnu, bendandi, aSvarandi, ávítandi og biSjandi
fyrir barninu sínu—henni sjálfri. Og þaS var ekki aS
eins móSirin, sem birtist henni í þessari svipmynd hugs-
ananna, heldur einnig amman og langamman, hver meö
sitt útlendings-ólániö viS hliö sér. Og hér lá hún, sú
fjórSa í röSinni, i rúminu, meö fjóröa útlendingsólániS
frammi fyrir sér, og “fárra mínútna gáleysi” fram undan
sér.
Fred varS bylt viö þegar myndin datt niöur og orsak-
aöi hávaöann. Hann haföi grun um aS eitthvaö af