Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 43
SAGA
175
3.
Á þessum árum bjó meö manni sínum í litlu húsi á
RauSárbakkanum í Winnipeg, kona sú er Halla hét.
Skúli og Rósa hétu börn þeirra. MaSurinn vann dag-
launavinnu baki brotnu árið út og áriS inn í hvaSa veSri
sem var. Hann var trúr og hlýöinn, iöinn og kappsamur
og varS því gott um vinnu, en hafSi þó eigi af miklum
manni aS má. Voru þau hjón heldur veitandi en þurf-
andi, eftir því sem þá gerSist, enda studdi konan mann
sinn ineS ráSi og dáS. Var hún bústjórnarkona bezta,
hélt vel á, en gerSi 'þó mikiS gott.
4.
Um mitt sumar bar þaS viö einn daginn aS stór inn-
flytjendahópur íslendinga settist aS á innflytjendahúsinu
i Winnipeg. Þeir dagar voru mörgum íslenzka nýlend-
ingnum, ekki síSur en hérlendingunum, á viS hverja meSal
dýrasýningu nú á dögum. Sóttu margar giftu konurnar
þangaS um miSjan daginn, ef þær gátu losaS sig viS
krakkana eSa komiS þeiin meö sér, en húsfeSurnir og ó-
gifta fólkiS beiS til kvöldsins, er verktími þess var úti.
ÞaS var ætíS margs aS minnast frá eigin smábandsárum,
aS mörgu aö spyrja aö heiman og margt gamal-skrítiS
aS sjá, þegar “emígrantarnir komu af treininu,” vongóSir
um framtíSina, en ósköp rauSir og vandræöalegir, rétt eins
og bolsivikar, sem komast í konungahendur, eSa rauSu
hestarnir frá Islandi, sem fluttir eru í kolanámurnar
ensku. En rangt væri skýrt frá, ef sagt væri, aS ný-
ungagirnin og forvitnin heföu ráSiS mestu þessurn inn-
flytjendahússferSum nýlendinganna íslenzku. Margir
áttu von á vinum og kunningjum, skildmennum og
tengdafólki, sem þeir vildu taka á móti tveim höndum og
geyma þaS í umsjá sinni, unz eitthvaS rættist úr fyrir
því.