Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 74
S A G A
206
svo eg sé hreinskilin, þá er þaö gert fyrir móöur mína,
hún liefir svo mikið álit á manninum, og eg vil alt fyrir
hana gera.” “Auövitað hefi eg ekki vit á aö dæma um
slíka hluti, en þó hygg eg skynsamlegra að ráöfæra sig
við sitt eigið hjarta, lieldur en annara, jafnvel sinnar
eigin móöur. Það getur verið að eg sé grunnhygginn,
og eg held eg sé það, en þó vildi eg ekki giftast hinni
ríkustu konu heimsins, ef eg ekki elskaði hana. Eg býst
við að það sé af því að eg sé nokkuð gamaldags í skoð-
unum á þessu máli. Eg minnist þess hve pabba og
mömrdu þótti vænt hvoru um annað, og hve ánægð þau
voru á sínu litla býli í skógarjaðrinum, þar til hann fór
í stríðið og kotn ekki aftur, og lifði mamma stutt eftir
það. Eíklega hefir hjónabandið breyst síðan.” — Clara
stóð þegjandi við gluggann og horfði út yfir snjóbreið-
una. Eftir stundar korn spurði hann: “Hvað heitir
maðurinn?” “Dalton McRea.” — “Hvernig græddist
honum fé?” “Á gróðabraski.” — “Hvar á hann heima.”
— “í Michigan.” “Er hann ekki hvítur af hærum?” —
“Hvað er þetta, ? hví spyrðu svona nákvæmlega? Þekk-
irðu hann?” “H'ann er maðurinn. sem eg skaut.” “Ó !
þú meinar ekki þetta.” — Jú, það er alt of satt.” —
Sérðu ekki eftir því?” — “Jú, eg sé eftir að eg drap
hann ekki alveg.” — “Þetta er ekki fallegt, herra Ripley.”
Hann gekk snúðugt út og hundurinn með honum. Þó
stormurinn væri bitur og frostið hart, kom hann ekki inn
fyr en komið var kvöld. Clara var að tilreiða kvöldVerð-
inn og heyrði hann að hún var að syngja, en þegar hann
klappaði á dyrnar þagnaði hún snögglega, og þegar hann
lauk upp hurðinni sýndist honum reiðisvipur á henni.
“Nú er frostið að lina og veðrið að breytast til batn-
aðar,” var það fyrsta, sem hann sagði, þegar þau voru
sezt að borði. “Því segirðu þetta og þó er vindurinn