Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 78
210
S AG A
meinti á'Sur en eg giftist. Mér—mér þætti vænt um aS
fá bréf frá þér. Þegar eg spurSi þig um stöðu þína,
vildi eg komast eftir hvort 'þú værir skrifandi, því þú
sagSir að félagi þinn væri þaS ekki. Viltu ekki vera svo
vænn aS skrifa mér nokkrar línur svo eg fái að vita
hvernig þér líSur.” — “Nei, eg held eg geri þaS ekki, þú
getur gizkað á hvernig líöan mín verður þar til Billi
kemur aftur.”
“Hn hvaS ætlarSu að gera eftir það ?” “Hugsa helzt að
eg fari til námanna hér uppi á fjöllunum.” — “Þá gæti
skeð að þú mættir bróður mínum þar.” — “Það er óvist
að eg kæri mig nokkuð um það.” — “Hvað þú ert ein-
kennilegur maður. Jæja, hér er þá vagninn, og vertu nú
sæll.” Hún rétti honum hendina. Hann hélt í hana
nokkur augnablik. “Þú hefir verið mér góður, herra Rip-
ley, og eg mun aldrei gleyma göfuglyndi þínu,” voru
hennar síðustu orð. Að svo mæltu hjálpaði hann henni
upp í kerruna, sem svo þaut af stað. Ripley horfði eftir
vagninum litla stund, og sá hann að hún veifaði til hans
hendinni. “Har vel min fagra dúfa,” sagði hann við
sjálfan sig og sneri heimleiðis.
Þegar hann kom heim tók hann exi og hjó niður stórt
tré á stuttri stundu, settist svo niður og sagði upp hátt:
“Eg er auli.” Hundurinn, sem ætíð var hjá honum sló
þrisvar niður rófunni, sem hann væri að samþykkja það.
sem húsbóndi hans sagði.
Um kvöldið þótti Ripley dauflegt við borðið og gat
lítið etið. Hann tók hina gömlu fiðlu og kysti hana, en
sneri sér frá hundinum og sagði við siálfan sig: “Eg vil
ekki láta minn gamla greinda 'þrjót sjá til mín.” Hann
bjó upp rúmið vel og rækilega en svaf hjá hundinum i
geymsluhúsinu eins og á meðan ungfrú Williams var
gestur hans- “Hg get ekki sofið inni úr þessu,” hugsaði