Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 12
ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar
eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu 1.330 km án
þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.
Þú kemst lengra en borgar minna
ŠKODA Octavia G-TEC
verð frá 3.420.000 kr.
G-TEC FYRIR
NÁTTÚRUNA
OG VESKIÐ
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is
Evrópa tekur á móti 6%
sýrlenskra flóttamanna
Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir frá árinu 2011 og hefur orsakað einhvern
alvarlegasta flóttamannavanda okkar tíma. Nú eru rúmlega fjórar milljónir
Sýrlendinga á flótta. Um 2,2 milljónir flóttamanna eru í Tyrklandi, Líbanon,
Jórdaníu, Írak og Egyptalandi en langstærstur hluti þeirra er í Tyrklandi,
eða um 1,7 milljónir. Í júlí höfðu rúmlega 250.000 manns hafa fengið hæli í
Evrópu frá því í apríl árið 2011, en það eru 6% allra sýrlenskra flóttamanna.
Björn Teitsson,
verkefnisstjóri hjá
Rauða krossinum.
„Okkar kerfi hefur burði til að taka á móti ákveðið
mörgum flóttamönnum en ákvörðunin er auðvitað alltaf
pólitísk. Fulltrúi Rauða krossins hefur í vikunni farið yfir
stöðuna í samvinnu við velferðarráðuneytið til að meta
hversu mörgum við getum tekið við innan okkar kerfis.
Það hafa verið nefndar einhverjar tölur en enn er engin
niðurstaða komin. Við erum mjög ánægð að þessi mála-
flokkur fái loks þessa athygli og að almenningur sýni
honum áhuga. Einnig er jákvætt að stjórnvöld eru að
bregðast við og við bindum miklar vonir við þessa nýju
ráðherranefnd, að hún starfi vel og greitt eins og yfirlýst
markmið hennar segir til um,“ segir Björn Teitsson, verk-
efnisstjóri hjá Rauða krossinum, en Rauði krossinn hefur
látið í ljós þá skoðun að hann hafi burði til
að taka á móti hundruðum flóttamanna
til ársloka 2017. „Árið 1999 tók Rauði
krossinn á móti 75 manna hópi
flóttamanna frá Kosovo, sem dæmi,
þá með mun færri virka sjálfboða-
liða en nú. Þannig að það er margt
hægt, sé viljinn fyrir hendi.“
Evrópa hefur tekið á móti
6% flóttamanna frá Sýrlandi
n Þýskaland og Svíþjóð
n Serbía, Kosovo, Ungverjaland,
Austurríki, Búlgaría og Holland
n Aðrir
47%
33%
20%
Ísland hefur
tekið á móti
14 sýrlenskum
flóttamönnum,
það eru
0,005% af
þeim sem sækja
um að komast
til Evrópu.
Ísland er því miður ekki mjög ofarlega á listanum yfir þau
lönd sem bjóða flóttamönnum hæli. Sýrlendingar sem
koma til Íslands eru 0,005% af þeim sem sækja um að
komast til Evrópu en það eru 0,0003% af þeim fjórum
milljónum Sýrlendinga sem hafa flóttamannastatus. Talan
er fáránleg lág og við gætum gert betur.“
„Við sendum 90% af fólkinu sem hingað kemur til baka
út af Dyflinarsáttmálanum sem segir að fólk eigi að
sækja um hæli í landinu sem það kemur fyrst til. Að
sjálfsögðu eru mjög fáir flóttamenn sem koma fyrst til
Íslands, það er varla hægt. En það sem
Ísland hefur sagst ætla að gera, þar
sem við höfum skrifað undir alla
sáttmála, er að við munum taka
á móti kvótaflóttamönnum. Við
erum að gera það en talan er bara
ofboðslega lág. Ef við berum okkur
saman við Svíþjóð í þessum málum,
eins og við gerum í svo mörgum
öðrum, þá ætti Ísland að taka
við 1500 flóttamönnum á
ári en ekki 14.“
H
ei
m
il
d
:
Fl
ót
ta
m
an
na
hj
ál
p
SÞ
(
U
N
H
CR
)
Steinunn Björgvinsdóttir,
starfar í Jórdaníu sem
yfirmaður barnaverndar-
mála International
Medical Corps.
12 fréttir Helgin 4.-6. september 2010