Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 28

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 28
Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ný tækni - einstök hljómgæði Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Nýju Alta2 heyrnartækin eru með hrað virkasta örgjafanum frá Oticon fram til þessa og búa yfir öflugri hljóðvinnslu. Með Alta2 verður talmál skýrara og öll hljóð þægilegri áheyrnar. Njóttu þess að taka virkan þátt í samræðum eða hlusta á fagra tóna með Alta2 heyrnartækjum. bíta það í mig að ef ég næði vissri kílóatölu þá yrði ég hamingjusöm, en svo náði ég henni og hamingjan lét bíða eftir sér þannig að það var augljóst að ég hafði haft þá tölu of háa.“ Guðrún Veiga: „Ég átti líka mína hamingjutölu en þegar ég náði henni fannst mér að ég hlyti nú að geta gert betur og alltaf hélt talan áfram að lækka. Maður var aldrei ánægður og þessi fullkomnunarár- átta og þörfin fyrir að hafa stjórnina smitaðist yfir á öll svið lífsins.“ Það er hægt að ná bata Þær Guðrún Veiga og Þorgerður María hafa farið ólíka leið í átt til bata, en þær eru þó algjörlega sam- mála um að grundvöllurinn fyrir því að bataferlið hefjist sé að viður- kenna vandann og leita sér hjálpar. Guðrún Veiga: „Leiðin til baka er löng, það verður að segjast alveg eins og er. Ég tala alltaf um að ég hafi séð ljósið þegar ég fór að sjá fyrir mér eigin jarðarför og skildi hvað ég var að gera sjálfri mér. Á þeim tíma var ég að vinna með eldri konu sem hafði óskaplegar áhyggj- ur af mér og tók mig hressilega á teppið. Það höfðu auðvitað allir sem ég þekkti reynt að fá mig til að sjá hvað ég var að gera, en ég sagðist alltaf vera að borða eins og annað fólk og skipaði þeim að láta mig í friði. Það sem þessi kona sagði sat hins vegar í mér og ég fór að leita mér að stuðningshópum á inter- netinu þar sem ég bjó út á landi og hafði ekki aðgang að aðstoð innan- lands. Það er auðvitað mjög hættu- legt að leita eftir stuðningi á inter- netinu, þar er ýmislegt í gangi sem átröskunarsjúklingar ættu alls ekki að lesa, en ég var mjög heppin og komst í samband við erlenda hópa átröskunarsjúklinga þar sem ég fékk mikinn stuðning. Smám saman fór ég að borða aftur, en þá borðaði ég ofsalega furðulegan mat, tók kannski þrjú súkkulaðistykki, bræddi þau í ör- bylgjuofninum og hellti yfir morg- unkornið. Ég gat ekki farið að borða eðlilegan mat og það varð líka að vera hátíðleg stund þegar ég borð- aði. Ég var með rosalegar serímóní- ur í kringum það og maðurinn minn var stundum alveg að gefast upp á mér. Smátt og smátt fóru svo kílóin að koma, ég henti vigtinni og þetta fór að ganga. Það voru samt oft eitt skref áfram og fjögur til baka og maður var oft um það bil að gefast upp, en sem betur fer sigraði rödd skynseminnar og ég náði bata. Lengi fannst mér þó að dulda meiningin í því þegar fólk var að segja hvað ég væri farin að líta vel út væri að ég væri orðin alltof feit og ég þyrfti að fara að svelta mig aftur, en tókst að stoppa þær hugsanir. Það er stundum sagt að þú náir aldrei fullum bata en mér finnst ég alheilbrigð í dag, þótt ég sé auðvitað með- vituð um hættuna á að sjúkdómurinn læðist aftan að mér aftur.“ Þorgerður María: „Ég er ekki komin þangað, en ég veit að það er hægt að ná bata. Mín leið hef- ur verið að fara og leita eftir alls konar hjálp, lesa mér til og reyna að komast að því hvað liggur að baki sjúkdóminum og ég veit að í mínu tilfelli er það kvíðinn. Ég hef alltaf átt við kvíðaröskun að stríða og þarf líka að vinna bug á því. Það er mjög mikilvægt að undirstrika það að átröskun er ekki megrun sem hefur gengið of langt, átröskun er geðsjúkdómur og þú þarft hjálp, aðstoð fagaðila til að vinna bug á henni eins og öðrum sjúkdómum.“ Vonarstyrkur Nú hafa þær Guðrún Veiga og Þorgerður María, í samstarfi við Styrkár Hallsson, hrundið af stað samtökunum Vonarstyrk og verður stofnfundurinn haldinn í húsnæði Geðhjálpar þann 10. september. Þær segja tilganginn með stofnun samtakanna vera að ná til annarra átröskunarsjúklinga og veita þeim stuðning á jafnvægisbasís. Þorgerður María: „Fagaðilar eru að vinna frá- bært starf en það sem okkur finnst skorta er að þeir sem þjást geti rætt við einhvern sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun en hefur ekki bara lært um hann á fræðilegan hátt. Þetta er allt í mótun ennþá og þess vegna viljum við halda opinn stofn- fund og fá til okkar fólk sem vill vinna með okkur og þróa starfsemi samtakanna. Við völdum þeim nafnið Vonarstyrkur, vildum hafa sterkt nafn sem fólk af báðum kynjum gæti tengt við. Það er nefni- lega ennþá algengur misskilningur að átröskun sé kvennasjúkdómur en staðreyndin er sú að karl- menn þróa líka með sér átröskun og alls ekki bara samkynhneigðir karlmenn, sem er annar misskiln- ingur. Átröskun getur komið yfir alla, á öllum aldri, og eitt af markmiðum samtakanna er einmitt að auka umræðuna í samfélaginu og reyna að eyða öllum þessum fordómum.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Ég var hætt að hlæja, hætt að nenna að tala við fólk og fólk fór líka að forðast mig því ég varð alltaf svo ógeðslega reið ef ein- hver vogaði sér að halda því fram að ég væri lasin. Guðrún Veiga og Þorgerður María geta hvorug tímasett upp- haf veikinda sinna, telja að átröskunin hafi verið undirliggj- andi allt frá barn- æsku. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 4.-6. september 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.