Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 04.09.2015, Blaðsíða 30
Tveir milljarðamæringar og einn klámmyndaleikari Kvikmyndin Straight Outta Compton er komin í kvikmyndahús hér en í henni er fjallað um sögu rapp- sveitarinnar alræmdu, N.W.A. Sveitin náði miklum vinsældum á níunda áratugnum og þótti marka bæði djúp spor í tónlistarmenninguna – en kannski ekki síður í dægur- menninguna vestanhafs. Einn af fimm meðlimum N.W.A., Eazy-E, lést úr alnæmi árið 1995 en hinir með- limirnir hafa átt ólíku gengi að fagna síðan sveitin var upp á sitt besta. Dr. Dre Auðævi hans eru metin á 90 milljarða íslenskra króna Dr. Dre, eða Andre Romelle Young eins og hann heitir réttu nafni, er næst ríkasti maðurinn í hip hop heiminum í dag sam- kvæmt lista Forbes. Aðeins Puff Daddy er með feitari bankabók. Dre, sem er fimmtugur, á þátt í velgengni rappara á borð við Eminem, Snoop Dogg og 50 Cent. Græddi 500 milljónir Banda- ríkjadala í fyrra þegar Apple keypti Beats, streymisþjónustuna og heyrnartólamerki hans. Dr. Dre hefur verið sakaður um ofbeldi gegn konum og í fjölmiðlum hefur verið gagnrýnt að sá þáttur í fari hans komi ekki fram í Straight Outta Compton. Dre hefur beðist afsökunar á framferði sínu á yngri árum. „Fyr ir tutt ugu og fimm árum var ég ung ur maður sem drakk of mikið og vissi ekk ert hvernig ég vildi haga lífi mínu. Ég hef verið gift ur í nítj án ár og á hverj um degi vinn ég að því að verða betri maður fyr ir fjöl skyldu mína. Ég geri allt sem ég get til að líkj ast ekki þess um manni aft- ur,“ segir hann. Ice Cube Auðævi hans eru metin á 18 milljarða króna Ice Cube heitir réttu nafni O’Shea Jackson og er 46 ára. Hann hefur malað gull á leik í bíómyndum auk þess að koma reglulega fram í auglýsingum. Nú síðast í stórri herferð fyrir bjórinn Coors Light. Ísmolinn lék fyrst í hinni goðsagnakenndu mynd Boyz N The Hood árið 1991 og hefur síðan leikið í um þrjátíu myndum auk þess að skrifa og framleiða margar þeirra. Á ferilskránni eru fjórar myndir sem gert hefur verið framhald af og notið hafa mikilla vinsælda; Friday-myndirnar, Barbershop, Ride Along og 21. Jump Street. Myndir hans hafa tekið inn 1,7 milljarð Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum vestanhafs. MC Ren Seldi 960.000 eintök af sólóplötum sínum MC Ren heitir réttu nafni Lorenzo Jerald Patterson og er 46 ára. Fyrsta sólóplata hans, EP-platan Kizz My Black Azz, seldist í 414 þúsund eintökum. Hann vinnur nú að annarri EP-plötu sem á að koma út seinna á árinu. Dj Yella Seldi 68.000 eintök af sólóplötu sinni Dj Yella heitir réttu nafni Antoine Carraby og er 47 ára. Hann hefur sent frá sér eina sólóplötu, One Mo Nigga ta Go sem kom út 1996. Eftir að síminn hætti að hringja í hljóðverinu sneri Yella sér að klámiðnaðinum. Hann hefur framleitt yfir 300 klámmyndir, leikstýrt 26 og leikið í þremur. Ljósm yndir/N ordicPhotos/G etty 30 úttekt Helgin 4.-6. september 2015 BERLÍN Í VETUR Helgarferðir frá 5. nóvember til 17. desember. Flogið með Air Berlin – frábærir flugtímar. Stór feng­ leg heimsborg iðandi af mannlífi og mikilli sögu. Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is FRÁBÆR FYRIR HÓPA VERÐ FRÁ 79.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.ER HÓPURINN AÐ FARA SAMAN? SENDU FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Ert þú í söluhugleiðingum? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Jóhanna Gustavsdóttir Sölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði. 698 9470 johanna@fastlind.is www.fastlind.is Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ / Traust og góð þjónusta Frítt verðmat Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda ÞJÓNUSTA AF KÆRLEIK OG VIRÐINGU SÍÐAN 1965 Ný heimasíða – utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.