Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 34

Fréttatíminn - 04.09.2015, Síða 34
Úreltur eins og tunglfari S Sem strákur var ég í málningarflokki hjá Vitamálastofnun, flakkaði líklega ein þrjú sumur á helstu annes landsins og málaði vita. Það var gott sumarstarf í góðum fé­ lagsskap. Iðnaðarmenn í hópnum sáu um viðhald húsa, byggðu jafnvel hús, en við strákarnir vorum handlangarar og mál­ arar – aðallega málarar. Við rústbörðum járngrindarvita á suðurströndinni og mál­ uðum síðan í rauðum lit. Steinsteypuvitana víða um land máluðum við gula – okkur­ gula svo öllu sé til skila haldið. Sá litur átti að sjást betur en aðrir í þoku. Stöku vitar voru að vísu í öðrum litum. Reykjanesviti hélt sínum hvíta lit og nokkrir aðrir voru steinaðir og fengu á sig glæra vörn. Stigana í vitunum máluðum við með þil­ farsgrárri málningu, líkt og skreytir varð­ skipin. Í þröngu rými varð lyktin af máln­ ingunni svo yfirþyrmandi að við urðum annað veifið að forða okkur út til að jafna okkur, vorum reikulir í spori og jafnvel í vímu af sterkri uppgufun málningarinnar. Þá var gott að vita til þess að málningar­ samfestingar okkar voru orðnir svo stíf­ málaðir, að minnsta kosti þegar leið á sumarið, að þeir studdu við ganglimi og mjóbak. Þeir voru nánast orðnir eins og tunglfarabúningar sem við þekktum af myndum úr blöðum og sjónvarpi þess tíma enda stóð sumarið 1969 fyrir dyrum fyrsta mannaða tunglferðin. Þótt við byggjum af­ skekkt, ýmist í tjöldum, skipbrotsmanna­ skýlum eða hýstir af vitavörðum á hinum ýmsu landshornum, fylgdumst við vel með undirbúningi ferðarinnar. Svo vel vildi til að við vorum ekki fjarri höfuðborginni, nánar tiltekið í Selvogi, þegar Neil Arms­ trong tók sín fyrstu skref á tunglinu. Því vildum við ekki missa af og brunuðum því í bæinn til að sjá atburðinn í svarthvítu sjón­ varpi enda einu viðtækin í tjöldunum trans­ istorútvarpstæki. Flokka má þessa sumarvinnu við vita­ málunina sem námskeið í húsamálun, þótt iðnlærður málari hafi ekki verið í hópnum. Karlarnir sem okkur stýrðu höfðu tekið á ýmsu og kenndu okkur yngissveinun­ um handtökin, hvort heldur var við rúst­ barning eða málarakúnst. Við komumst því fljótlega upp á lag með hvort tveggja. Á grunni þessa námskeiðs hef ég gjarna gripið í pensil eða málningarrúllu um ævi­ dagana, málaði fyrr á árum hús foreldra og fleiri ættingja og síðar tengdaforeldra – og að sjálfsögðu eigin rann. Málningar­ kúnstin hefur þannig verið mín iðngrein. Ég kem lítið nærri rafvirkjun, get þó skipt um skipt um kló en sérstök smíðaverk liggja ekki eftir mig nema hvað ég hef sagað til pallaefni og skrúfað fast. Sama gildir um múrverk. Pípulagnir hef ég ekki snert, tek engan séns á ótímabærum vatns­ leka. Vonandi telst þessi ígripavinna mín ekki til brota á iðnlöggjöfinni, að ég hafi farið inn á verksvið lærðra mál­ ara, enda einkum starf í eigin þágu, heima fyrir og í sumar­ bústaðnum. Í seinni tíð er ég orðinn latari en áður við þessa frístundaiðju. Ég ber að vísu fúavörn á bústað­ inn, einkum á þær hliðar sem veðrast mest. Hið sama á við um olíuburð á pallinn. Síðasta stórvirki mitt í málningar­ v innu var að má la húsið okkar fyrir tveimur árum. Við það dundaði ég í sum­ arfríinu og var það ódrúgt verk. Það rigndi á hverjum degi. Þótt þokkalega liti út með veður að morgni brást það ekki að það rigndi þegar á daginn leið. Þetta var ekki stórvægilegt vandamál fyrir mig, með þetta eina hús, en mér var hugsað til alvöru málara, þeirra sem atvinnu hafa af húsamálun og nýta sumarið í það. Það hlýtur að vera taugatrekkjandi en vera kann að þeir hafi ráð og varnir umfram viðvaninga í greininni. Raunar gaf sig á tal við mig málarameistari þegar einhvern tímann stytti upp og glotti aðeins þegar hann sá búnað áhugamálarans. Ég var úti við með rúllu og málningu í litlum innan­ húsbakka. Það þótti atvinnumanninum ekki faglegt en gerði, sennilega fyrir kurt­ eisissakir, ekki aðrar athugasemdir við vinnubrögðin. Verkið kláraði ég þrátt fyrir ótíðina og var heldur kátur í fyrra þegar ég þurfti ekkert við húsið að eiga. Í vor tók ég hins vegar eftir því að málningin var aðeins far­ in að flagna þar sem mest reyndi á, einkum niður við jörðu, þar sem húsveggur mætir stétt. Ekki veit ég hvort vinnubrögðum mínum var um að kenna en augljóst var að þetta þurfti að laga. Gatan er fín og ná­ grannar mínir duglegir við allt snurfus. Því skellti ég mér í verkið og nýtti nokkra frídaga í lok ágústmánaðar. Óvarlegt var að bíða með það fram á haust. Merkilegt nokk fékk ég fína daga, sól­ ríka og heita sem henta vel til málningar­ vinnu. Ég var því ýmist skríðandi á hnján­ um eða mjakandi mér á lendum daglangt þessa sólardaga því vinnan var mest niður við jörðu. Það reyndi því talsvert á hné, mjaðmarliði og mjóbak enda var ég ansi stirður þegar ég reis upp til að teygja úr skönkunum og harðsperrur létu ekki á sér standa. Með sjálfum mér varð ég að viðurkenna að ég var ekki alveg jafn lið­ ugur og það sæla sumar þegar Armstrong sprangað um á tunglinu fyrstur manna. Síðan eru enda liðin mörg ár, eins og segir í dægurljóðinu. Það getur því verið að næst þegar ég þarf að mála húsið, sem vonandi verður ekki fyrr en eftir nokkur ár, þá leiti ég til alvöru­ málara með full réttindi til starfsins. Ég er að úreltast í faginu, líkt og gerðist með tunglfarana á sínum tíma. Ekki er lengur á það að treysta að stífur málningargallinn styðji við stirðan kroppinn, eins og hann gerði í vímunni hjá Vitamálastofnuninni í gamla daga. Sá galli glataðist um svipað leyti og menn hættu að ganga á tunglinu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 34 viðhorf Helgin 4.-6. september 2015 PARÍS flug f rá 12.999 kr. AMSTERDAM flug f rá 11.999 kr. DUBLIN flug f rá 12.999 kr. BOSTON flug f rá 15.999 kr. BERLÍN flug f rá 9.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ÚLLEN, DÚLLEN DOFF! Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! október - desember 2015 september - 15. des . 2015 september - 15. des . 2015 16. september - 15. desember 2015 september - 15. desember 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.