Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 04.09.2015, Qupperneq 51
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Lau- gardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framh- liðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. við hönnum og teiknum Fyrir þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. sterkar og glæsilegar þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. be tr i s to Fa n H ugmyndin að bók- inni spratt út frá útvarpsviðtali sem ég tók við Kristínu Guðmundsdóttur árið 2006 fyrir RÚV í þáttaröðinni Borgin í hugskoti mannsins, segir Halldóra Árnadóttir.“ Í aðdraganda viðtalsins sagði Kristín við Hall- dóru: „Já, þetta kemur nú ekki oft fyrir, ég er ávallt annað hvort kona mannsins mín, móðir barnanna minna eða systir bróður míns.“ Halldóra komst að því í viðtalinu að hér væri á ferðinni fagmann- eskja sem hafði frá mörgu að segja en hafði ekki endilega fengið hljómgrunn á sínum tíma. „Það var erfitt að hasla sér völl á sviði arkitektúrs og innanhúss- hönnunar í samfélagi sem stjórnað var af karlmönnum. Ég vildi því að gefa Kristínu rödd í gegnum bók sem myndi fjalla um hugmyndir hennar og innanhússinnréttingar og reyna að setja þær í samhengi við þær samfélagslegu aðstæður sem hún upplifði bæði í Chicago þar sem hún stundaði nám sitt og Íslandi,“ segir Halldóra. Uppruna- lega stóð til að bókin kæmi út á ní- ræðisafmæli Kristínar, en vinnsla bókarinnar tók heldur lengri tíma en Halldóra gerði ráð fyrir í fyrstu, eða rúmlega tvö ár. „Það náðist því ekki, en hún fékk bókina á árinu sem hún varð 92 ára í staðinn,“ segir Halldóra. Frú Vigdís leit upp til Kristínar Kristín var aðeins tvítug þegar hún steig um borð í Brúarfoss árið 1943, í miðju stríði, sem sigldi síðan yfir Atlantshafið og lagðist að bryggju í New York 21. júlí. Hún stundaði nám í innanhúss- arkitektúr við Northwestern há- skólann í Chicago og sneri heim til Íslands fjórum árum seinna. Talað er um að hún hafi komið heim með ameríska eldhúsið. „Kristín átti frumkvæði að mörgum nýjungum í innanhúss arkitektúr, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnrétt- inga og notkun litasamsetninga. Hún var fyrst til að halda þeim við- horfum á loft að eldhúsið, sem þá var einkum vinnustaður kvenna, þarfnaðist heildstæðs skipulags þar sem tekið væri tillit til hagræð- ingar í fyrirkomulagi innréttinga, og innleiðingar vinnusparandi heimilistækja,“ segir Halldóra. Kristín innleiddi jafnframt nýjan hugsunarhátt gagnvart eldhúsinu og heimilinu. „Sú hugsun hefur haft áhrif á uppbyggingu bókar- innar og val á meðhöfundum allt eftir sérsviðum og þekkingu hvers og eins,“ segir Halldóra. Meðal höfunda sem eiga kafla í bókinni er Vigdís Finnbogadóttir. Hún talar meðal annars um hversu mikil fyrirmynd Kristín var. „Hún var falleg, flott og smart þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum 1947 og við skólastelpur í Reykjavík, margar væntanlegir sérfræðingar í einhverju fínu, vildum í laumi allar verða eins og hún,“ skrifar Vigdís í aðfaraorðum bókarinnar. Eldhús sem standast tímans tönn Við gerð bókarinnar kom spænski ljósmyndarinn David Frutos sér- staklega til landsins til að taka ljós- myndir af völdum innréttingum Kristínar. „Þessi sjónræni þáttur er mikilvægur því eitt markmiða bókarinnar var að sýna fram á hversu nútímaleg eldhúsin eru enn, þrátt fyrir háan aldur. Þau eiga enn fullt erindi til komandi kynslóðar og fræða fólk enn um eiginleika eldhússins,“ segir Hall- dóra. Við nánari skoðun á verkum Kristínar sést hve stíllinn hennar á vel við þá strauma sem eru ríkjandi í innanhússhönnun í dag. „Þetta þýðir aðeins að Kristín var á undan sínum tíma. Hún bar hug- myndir heim frá Bandaríkjunum, Við, skólastelpur í Reykjavík, margar væntanlegir sér- fræðingar í ein- hverju fínu, vildum í laumi allar verða eins og hún. bæði varðandi tækjabúnað í eld- húsum og efnis-og litaval. Nú er gert ráð fyrir öllum þessum þáttum en nýjungarnar lágu líka í því að undirbúa eldhúsin fyrir nýja matreiðslu. Kristín kom með margar uppskriftir frá Bandaríkjunum og kenndi bæði húsmæðrum og Hús- mæðraskólum að matreiða þær,“ segir Halldóra. Í bókinni má finna nokkrar þessara uppskrifta sem lesendur geta spreytt sig á. Þörfin fyrir þessa umræðu hefur greinilega þótt tímabær. Á meðan undirbúningur bókar- innar stóð yfir fékk Halldóra einstök viðbrögð hjá helstu rannsókna- og hönnunar- sjóðum. „Sem dæmi má nefna RANNÍS, Hagþenki, Miðstöð íslenskra bókmennta, Hús- friðunarsjóð, Hönnunarsjóð Auroru og Hönnunarsjóð. Svo má ég til með að nefna Kristínu sjálfa og fjölskyldu hennar. Án trausts þeirra og stuðnings hefði bókin aldrei orðið til.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Kristín Guðmundsdóttir – híbýla- fræðingur, er nýútkomin bók um feril híbýlafræðingsins og frumkvöðulsins Kristínar Guðmundsdóttur. Hið íslenska bókmenntafélag sér um útgáfu. heimili og hönnun 51 Helgin 4.-6. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.