Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 70

Fréttatíminn - 11.09.2015, Page 70
Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innl ndur og íslensk r fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is Bókmenntahátíð í Reykjavík hófst með látum á miðvikudag- inn þegar Kristín Ómarsdóttir og Vil- borg Dagbjartsdóttir fóru á kostum í sam- tali í Iðnó. Dagskráin heldur áfram í dag, föstudag og á morg- un laugardag, og að sögn Stellu Soffíu Jó- hannesdóttur, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, rekur hver merkisviðburðurinn annan. „Við erum með tvo panela í hádeg- inu á föstudag,“ segir hún. „Annars vegar fjalla David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir um áhrif íslenskra bókmennta að fornu og nýju á skrif sín og hins vegar verða umræður og spjall í til- efni af því að nú hefur í fyrsta sinn verið veitt heiðursviðurkenning til þýðenda íslenskra bókmennta á önnur mál. Í pallborðinu verða handhafar heiðursviðurkenningar- innar, þau Catherine Eyjólfsson og Erik Skyum-Nielsen, ásamt rithöf- undunum Bergsveini Birgissyni og Auði Övu Ólafsdóttur.“ Áhugaverðasta prógrammið, að mati Stellu, fer fram í Iðnó í kvöld þar sem flutt verður útvarpsleikrit frammi fyrir áhorf- endum í myrkvuðu leikhúsi. Leikrit ið er byggt á nýjustu skáldsögu Kim Stan- ley Robinson, Aurora, höfundur sjálfur flyt- ur og undir er leikið nýtt tónverk eftir Marinu Abramo- vic. „Ég held að þetta sé rosalega sérstakt og áhugavert prógramm,“ segir Stella. Á morgun, laugardag, rekur hver viðburðurinn annan, meðal annars ræðir Sjón við íranska blaðamann- inn Maziar Bahari sem stendur á bak verkefnið Journalism is Not a Crime og hátíðinni lýkur svo með hinu rómaða Bókaballi í Iðnó annað kvöld. Alla dagskrá Bókmenntahátíðar má kynna sér á heimasíðunni bok- menntahatid.is. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Blaðamaður með myndavél Sýningin Blaðamaður með myndavél verður opnuð á Veggnum í Myndasal Þjóðminjasafnsins á morgun, laugardaginn 12. september. Sýnt verður úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt. Vilborg fór víða og myndir hennar varpa ljósi á tíðaranda, störf fólks og viðburði en myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1963-1975. Myndasafn Vilborgar var afhent Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminja- safni haustið 2013 og nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna styrkti skönnun myndanna. Sýningarhöf- undur er Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sýningin stendur til áramóta 2015. Laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafnsins til heiðurs Vilborgu en hún var ein af stofnendum hreyfingarinnar. Sjósetning. Margar hendur vinna létt verk. Mynd Vilborg Harðardóttir  Bækur ÓhefðBundin ævisaga stuðmanns Egill segir sögur Egilssögur – Á meðan ég man er nafn óhefð- bundinnar ævisögu Egils Ólafs- sonar, söngvara og leikara, sem Páll Valsson skrifaði í samvinnu við Stuð- manninn. v ið Egill erum að reyna að fara pínulítið nýjar leiðir og þetta er engan veginn hefðbundin ævisaga,“ segir Páll Valsson, meðhöf- undur einnar þeirrar bókar sem mesta forvitni vekur í bóka- flóðinu; sögu Egils Ólafssonar. „Egill stígur þarna pínulítið fram sem höfundur. Hann á merkilegan feril að baki í tónlist og leiklist, en hann er líka sagnamaður af guðs náð, sem ég vissi reyndar fyrir. Þetta er tilraun til að segja ævisögu manns í gegnum sögurnar sem hann segir og þegar upp er staðið siturðu eftir með mynd af manninum.“ Páll segir Egil vera í aðalhlut- verki flestra sagnanna þótt auð- vitað leiki samferðamenn hans, forfeður og fólkið í kringum hann einnig stór hlutverk. „Sögumaðurinn er þó nátt- úrulega alltaf fyrirferðarmesta persónan í öllum sögum, eins og við vitum.“ Spurður hvort sagan spanni allt frá getnaði Egils til dagsins í dag, dregur Páll örlítið við sig svarið. „Jaaá, en þetta er mósa- íkmynd af ævi hans og líka tilraun til að spegla tímann og reyna að bregða birtu yfir hann. Auðvitað er þetta í leiðinni mannlífssaga, byggðasaga og Reykjavíkursaga og við vorum mikið að hugsa um tíðarand- ann þegar við vorum að byggja þetta. Að vera í takt við tímann, sem menn ná kannski aldrei.“ Bókin hefur verið lengi í smíðum og Páll segir að þeir hafi bara gefið sér þann tíma sem þeir þurftu til að ljúka henni. „Við höfum hist reglu- lega í nokkur ár og gefið okkur góðan tíma. Þetta hefur verið hliðarprójekt hjá okkur báðum og svo höfum við tekið hlé inn á „Það var alltaf markmiðið að þetta yrði skemmtileg bók,“ segir Páll Valsson um bók þeirra Egils Ólafssonar; Egilssögur – Á meðan ég man. Ljósmynd/JPV  BÓkmenntir BÓkmenntahátíð á Blússandi ferð Egill Ólafsson. milli til að melta þetta betur.“ Bókin hlaut heitið Egils- sögur – Á meðan ég man og Páll fullyrðir að hún sé óskap- lega skemmtileg. „Það segja allavega þeir sem hafa lesið hana,“ bætir hann við af hóg- værð. „Það var líka alltaf mein- ingin að þetta yrði skemmti- legt. Menn vanmeta oft það skemmtilega og það þykir ekki eins fínt og merkilegt og harmurinn, en við Egill erum ekki á þeirri skoðun og það var alltaf markmiðið að þetta yrði skemmtileg bók.“ Lesendur verða þó að bíða enn um stund eftir því að fá að meta hvort það markmið hafi náðst því bókin er ekki væntanleg í búðir fyrr en um eða upp úr miðjum október. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Flytur útvarpsleikrit í myrkvuðum sal Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar, er spenntust fyrir flutningi á verki Kim Stanley Robinson og Marinu Abramovic í Iðnó í kvöld. Kim Stanley Robinson. 70 menning Helgin 11.-13. september 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.