Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Krít Frá kr. 79.900 24. ágúst í 10 nætur Toxo Apartments Netverð á mann frá kr. kr. 79.900 m.v. 4+1 í íbúð. Netverð á mann frá kr. kr. 114.900 m.v. 2 í íbúð. 49.950 Flugsæti frá kr. Þegar stuttur líf- tími er eftir er verðið á matvörunni lækkað umtalsvert. É g tók eftir því í matvörubúðinni að einn starfsmaðurinn var að hreinsa úr grænmetis- og ávaxtahillunum, og spurði hvað hann ætlaði að gera við matinn. Mér var mjög brugðið þegar hann sagði að það ætti að henda þessum mat þar sem ég gat ekki séð að það væri mikið að honum,“ segir Katrín Hauksdóttir sem var að versla í Iceland þegar hún gerði athuga- semdir við að henda ætti matnum. „Sumt af þessu var ónýtt og myglað en flest var í fínu lagi,“ segir hún. Katrín tók mynd af matvörunum og hefur reynslusaga hennar sem hún deildi á Facebook vakið mikla athygli. Fréttatíminn hafði samband við helstu matvörukeðjur á Íslandi í gær og fékk þær upplýsingar að hjá þeim öllum er ákveðin stefna við lýði þegar kemur að því að minnka matarsóun. „Almenna stefnan er sú að þegar stuttur líftími er eftir er verðið á matvörunni lækkað umtalsvert,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10/11 og Iceland. Hann hafði ekki heyrt af frásögn Katrínar en bætti við: „Sumt er hins vegar bara ónýtt. En við höfum líka gefið góð- gerðarsamtökum matvæli eftir við kynnum fyrir þeim að maturinn sé kominn yfir síðasta söludag.“ Samkvæmt reglugerð sem tók gildi í des- ember síðastliðnum mega verslanir nú selja matvöru sem er komin yfir „best fyrir“- dagsetningu. Þangað til var bannað að selja þessar vörur, og bannað að gefa þær, en reglunum er ætlað að minnka matarsóun. Sigurður Gunnar Markússon, fram- kvæmdstjóri innkaupasviðs Kaupáss sem rekur Krónuna og Nóatún, segir að þar séu ávextir og grænmeti sem er farið að láta á sjá tekið frá og boðið til sölu með miklum afslætti. „Við höfum verið að selja allt að einu kílói á 99 krónur. Þurrvörum sem nálgast síðasta söludag stillum við gjarnan fram á stórum brettum og bjóðum á mjög lækkuðu verði. Við höfum sett okkur það markmið að vera góðir samfélagsþegnar og leggja okkar af mörkum,“ segir hann. Kaupás er einnig í samstarfi við hóp MPM- nema innan Háskóla Reykjavíkur sem vinna að verkefni sem kallast Matarvagn- inn og eru þar að skipuleggja hvernig best sé að koma vörum sem eru að falla á tíma til góðgerðarsamtaka. Bónus er með áætlun til tveggja ára sem miðar að því að draga úr matarsóun og rýrnun. Þar er sama uppi á teningnum, að pakka aftur ferskvöru sem er farin að láta á sjá og selja með afslætti, og bjóða þurrvör- ur ódýrari þegar „best fyrir“-dagur nálgast. Jón Gerald Sullenberger, framkvæmda- stjóri Kosts, segist lengi hafa lagt mikið upp úr því að vinna gegn matarsóun og nokkrum sinnum hafi heilbrigðiseftir- litið hreinlega verið kallað á staðinn þegar hann reyndi að gefa matvöru sem komin var fram yfir „best fyrir“- daginn. Nýja reglugerðin gerir honum hins vegar kleift að gefa nunnum sem koma tvisvar í viku í Kost að velja úr slíkum vörum, mjólk, brauði, ávöxtum og grænmeti. „Við erum síðan alltaf með rekka við innganginn með þurrvörum á 50% afslætti. Það fer afskap- lega lítið til spillis,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Forminjar verði verndaðar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur vill að fornminjar sem fundust í miðbæ Reykjavíkur í sumar verði verndaðar. Ráðið hefur lagt til að borgarráð skipi ráðgjafa- nefnd sem hefði umsjón með verndun minjanna. Um er að ræða fornleifar frá upphafi byggðar við Lækjargötu og hafnar- mannvirki frá fyrri hluta 20. aldar við Tryggvagötu. Ráðið vill að nefndin aðstoði menningar- og ferðamálaráð, umhverfis- og skipulagsráð og borgarráð við að móta tillögur að því með hvaða hætti fornleif- arnar verði best varðveittar til framtíðar og hvernig sé best að gera þær sýnilegar almenningi.  Utanríkismál íslenskar vörUr ekki tollafgreiddar í rússlandi Innflutningsbann Rússa gríðarleg vonbrigði Íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun rússneskra yfirvalda að bæta Íslandi á lista yfir lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússlands. Samkvæmt upp- lýsingum utanríkisráðuneytis- ins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,” segir Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra. „Við höfum leitað allra leita til að útskýra afstöðu okkar fyrir rússneskum stjórn- völdum og þá hagsmuni sem undir eru,“ segir hann. Ljóst er að bannið felur í sér að íslenskum fyrirtækjum verður ekki lengur unnt að markaðssetja sjávarafurðir í Rússlandi auk þess sem bannið tekur til landbúnaðarvara að frátöldu lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fisk- meti í dósum. Margir eru slegnir vegna þessara fregna þrátt fyrir að bannið hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. Kolbeinn Árna- son, framkvæmdastjóri SFS, segir í samtali við RÚV að þeir hagsmunir sem óttast hafi verið að yrði stefnt í voða væru komn- ir í voða, og að næstu skref séu að kanna hvort hægt sé að selja þessar vörur á aðra markaði. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu mun Ísland halda áfram því sam- tali sem ráðherrar og emb- ættismenn hafa átt við Rússa á síðustu vikum til að draga úr áhrifum þessarar ákvörð- unar. -eh Löndin sem sæta inn- flutningsbanni: Ísland, Albanía, Liechtenstein, Svartfjallaland og Úkraína bætast nú í hóp þar sem fyrir eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Bret- land, Írland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Holland, Belgía, Lúxemborg, Malta, Grikkland, Kýpur, Austurríki, Pólland, Ungverjaland, Eistland, Lettland, Litháen,Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Rúmenía, Búlgaría, Króatía, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Ástralía. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra segir íslensk stjórn- völd hafa leitað allra leiða til að út- skýra afstöðu Íslands fyrir rússneskum stjórnvöldum. Ljósmynd/Hari  neysla stórfyrirtæki setja sÉr stefnU þegar kemUr að matarsóUn Allar stærstu verslanirnar vinna gegn matarsóun Allar helstu matvörukeðjur á Íslandi hafa sett sér ákveðna stefnu þegar kemur að því að minnka matarsóun. Þurrvörur sem nálgast síðasta söludag eða ferskvara sem hefur látið á sjá er þá seld með umtalsverðum afslætti þegar kostur gefst, og ýmsar verslanir gefa útrunna matvöru til góðgerðarsamtaka. Fyrir síðustu áramót var það hins vegar bannað. Katrín tók mynd af fullri matarkörfu hjá starfsmanni matvöruverslunarinnar en hún fékk þær upplýsingar að henda ætti matnum þar sem hann væri ónýtur. Katrín Hauksdóttir er mikil talskona þess að nýta matinn og minnka mat- arsóun. Líðan Arngríms Jóhannssonar stöðug Arngrímur Jóhannsson flugstjóri liggur á gjörgæslu Landspítala eftir að flugvél hans brotlenti á Tröllaskaga síðastliðinn sunnudag. Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á öðrum handlegg og báðum fótleggjum og fór í aðgerð vegna þeirra á miðvikudag. Hann er enn á gjörgæslu og er líðan hans stöðug. Fjölskylda Arngríms vill koma á framfæri þakklæti fyrir það næði sem hann hefur fengið síðustu daga, sem sé nauðsynlegt fyrir áframhaldandi bata hans. Auk Arngríms var Artur Grant Wagstaff í vélinni en hann var látinn þegar hjálpin barst. Wagstaff var reyndur kanadískur flugmaður á sextugsaldri og höfðu þeir Arngrímur starfað saman áður þegar flugvélin var flutt hingað til lands árið 2008. Þá flugu þeir henni hingað til lands frá Bandaríkjunum og tók ferðalagið átján daga. Arngrímur Jóhannsson er einn af frumkvöðlunum í íslenskri flugsögu. Hann var einn af stofnendum Flugfélagsins Freys, Arnarflugs og Atlanta auk þess sem hann hefur alla tíð látið sig flugsamgöngur, flugöryggi og flugkennslu varða. Arngrímur er einnig mikill áhugamaður um flugsögu Íslands og varðveislu flugminja og situr í stjórn Flug- minjasafnsins á Akureyri. Stefnir í lokun Grettislaugar Allt í að hin rómaða Grettislaug á Reyk- hólum verði lokuð fram á næsta sumar þar sem ekki finnst starfsfólk til að hafa umsjón með lauginni. „Vegna manneklu verður að breyta auglýstum tíma eftir 16. ágúst,“ segir Harpa Eiríksdóttir, fráfarandi forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum, í samtali við Reykhólavefinn. Frá og með mánudegi og til föstudagsins 28. ágúst verður aðeins opið mánudag til föstudags klukkan 18 til 21 og helgina 22.-23. ágúst verður laugin opin klukkan 12-21. „Eins og staðan er í dag er óvíst hvort laugin verður opin eftir 28. ágúst,“ segir hún og hvetur fólk sem gæti tekið að sér að hafa umsjón með lauginni. 2 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.